Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 57
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 55
styðja ríki og rétt ættar sinnar. Þá taldi Björn athyglisverðar ýkjur
Eglu á ríki Tungu-Odds, en um hann segir:
Oddr var þá hgfðingi í Borgarfirði fyrir sunnan Hvítá; hann
var hofsgoði ok réð fyrir hofi því, er allir menn guldu hoftoll
til fyrir innan Skarðsheiði.19
Afar ósennilegt er að þetta sé sögulega rétt, enda minnir lýsing
Eglu mest á höfðingjaveldi Sturlungaaldar og jafnvel sauðatoll
þann sem þekktist þá. En hér vill svo til, að handritum ber ekki
saman, og er ekki hægt að rekja þessa málsgrein lengra en til Möðru-
vallabókar, svo að hún verður ekki notuð til að sanna neitt um höf-
undinn. Vegna þess að Björn M. Ólsen taldi, að Egla væri skrifuð
meðan Snorri var á Borg og áður en hann eignaðist Reykhyltinga-
goðorð, varð hann að gera ráð fyrir að Snorri hefði bætt þessu
inn seinna, svo að þessi röksemd varð máli hans til lítils framdrátt-
ar, enda neyttu Finnur Jónsson og Wieselgren óspart þessa högg-
staðar. Nú orðið telja menn að vísu að Egla sé skrifuð löngu eftir
að Snorri kom að Reykholti, en fyrst málsgreinin um ríki Tungu-
Odds getur ekki með vissu talizt vera úr frumriti Eglu, breytir það
engu um gildi þessarar röksemdar. Óhaggaður stendur þó grunsam-
legur vöxtur landnáma Skalla-Gríms og Ketils hængs. Finnur Jóns-
son, Wieselgren og Sigurður Nordal hafa allir hafnað þeirri skýr-
ingu að þetta séu vísvitandi blekkingar höfundar Eglu, gerðar til
að auka hróður og e. t. v. treysta ríki ákveðinna ætta. Röksemdir
þeirra eru þó mismunandi. Finnur og Wieselgren vilja engan veg-
inn eigna „ritstjóranum“ eða „fyrsta skrifaranum“ svo mikinn hlut
í sögunni sem Björn gerir með þessu, enda telja þeir hana mjög
trausta sagnfræðilega heimild. Gagnrök Sigurðar Nordals eru ann-
ars eðlis. Hann segir:
Eg hef aldrei trúað því, að Snorri hafi vísvitandi farið rangt
með takmörk landnáms Skalla-Gríms í eigin hagsmuna skyni,
enda torvelt að skilja, að hverju gagni honum hefði komið
það.20
Kaflinn um landnám Ketils hængs hyggur hann að sé ekki frum-
ritaður af höfundi sögunnar, heldur tekinn eftir eldri ættartölu.
Hver sem er höfundur Egils sögu, verður að telja afar trúlegt að
hann hafi þekkt eldri Landnámugerðir og frásagnir þeirra af um-
ræddum landnámum. Það eitt að hann skuli taka aðrar frásagnir