Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1968, Síða 57

Skírnir - 01.01.1968, Síða 57
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 55 styðja ríki og rétt ættar sinnar. Þá taldi Björn athyglisverðar ýkjur Eglu á ríki Tungu-Odds, en um hann segir: Oddr var þá hgfðingi í Borgarfirði fyrir sunnan Hvítá; hann var hofsgoði ok réð fyrir hofi því, er allir menn guldu hoftoll til fyrir innan Skarðsheiði.19 Afar ósennilegt er að þetta sé sögulega rétt, enda minnir lýsing Eglu mest á höfðingjaveldi Sturlungaaldar og jafnvel sauðatoll þann sem þekktist þá. En hér vill svo til, að handritum ber ekki saman, og er ekki hægt að rekja þessa málsgrein lengra en til Möðru- vallabókar, svo að hún verður ekki notuð til að sanna neitt um höf- undinn. Vegna þess að Björn M. Ólsen taldi, að Egla væri skrifuð meðan Snorri var á Borg og áður en hann eignaðist Reykhyltinga- goðorð, varð hann að gera ráð fyrir að Snorri hefði bætt þessu inn seinna, svo að þessi röksemd varð máli hans til lítils framdrátt- ar, enda neyttu Finnur Jónsson og Wieselgren óspart þessa högg- staðar. Nú orðið telja menn að vísu að Egla sé skrifuð löngu eftir að Snorri kom að Reykholti, en fyrst málsgreinin um ríki Tungu- Odds getur ekki með vissu talizt vera úr frumriti Eglu, breytir það engu um gildi þessarar röksemdar. Óhaggaður stendur þó grunsam- legur vöxtur landnáma Skalla-Gríms og Ketils hængs. Finnur Jóns- son, Wieselgren og Sigurður Nordal hafa allir hafnað þeirri skýr- ingu að þetta séu vísvitandi blekkingar höfundar Eglu, gerðar til að auka hróður og e. t. v. treysta ríki ákveðinna ætta. Röksemdir þeirra eru þó mismunandi. Finnur og Wieselgren vilja engan veg- inn eigna „ritstjóranum“ eða „fyrsta skrifaranum“ svo mikinn hlut í sögunni sem Björn gerir með þessu, enda telja þeir hana mjög trausta sagnfræðilega heimild. Gagnrök Sigurðar Nordals eru ann- ars eðlis. Hann segir: Eg hef aldrei trúað því, að Snorri hafi vísvitandi farið rangt með takmörk landnáms Skalla-Gríms í eigin hagsmuna skyni, enda torvelt að skilja, að hverju gagni honum hefði komið það.20 Kaflinn um landnám Ketils hængs hyggur hann að sé ekki frum- ritaður af höfundi sögunnar, heldur tekinn eftir eldri ættartölu. Hver sem er höfundur Egils sögu, verður að telja afar trúlegt að hann hafi þekkt eldri Landnámugerðir og frásagnir þeirra af um- ræddum landnámum. Það eitt að hann skuli taka aðrar frásagnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.