Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 208
Bréf til félagsmanna
Eftirfarandi erindi um starfsemi Hins íslenzka bókmenntafélags var
félagsmönnum sent í desember 1968
Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 142. árgangur 1968, er nú
fullbúinn og yerður sendur félagsmönnum alveg á næstunni með póstkröfu.
Er sá háttur á hafður, til þess að hann komist sem fyrst í hendur viðtakenda,
en bæði til þess að svo megi verða og dreifing verði sem fyrirhafnarminnst,
er þess vinsamlegast farið á leit við félagsmenn, að þeir bregðist skjótt við, er
tilkynning kemur, og vitji ritsins í pósthúsið.
Þessi árgangur Skímis er nokkru stærri en sá síðasti eða 13 arkir, en verð
hans og um leið árgjald félagsmanna verður kr. 400,00. Er það litlu hærra
en síðast, en þess ber að gæta, að verðskrá prentunar hefur hækkað um 10%,
pappír um 100% og að auki hafa ritlaun verið hækkuð til muna.
Með því að Skímir kemur út nú, hefur tekizt að vinna bug á seinkun þeirri,
sem verið hefur á útkomu hans undanfarin ár, enda eru væntanlega allir sam-
mála um nauðsyn þess, að hann komi jafnan út á því ári, sem honum er ætlað.
Vona ég, að félagsmenn meti svo mikils þá viðleitni að koma útgáfu Skírn-
is á rétt ár, að þeir virði á betri veg, að fylgirit kemur ekki að þessu sinni.
Hitt er annað mál, að mjög virÖist koma til álita að hætta fylgiritaútgáfu,
svo sem verið hefur. Yrði með því Skímir eina félagsritið, en félagsmenn
frjálsir að kaupa önnur rit, sem félagiÖ kynni að gefa út, og þá að einhverju
leyti með betri kjörum en kostur væri á almennum markaði. Sá háttur verður
þó væntanlega hafður á, að leitazt verður við að láta eitt lítið rit fylgja hverj-
um árgangi Skírnis, en önnur rit, sem félagið kann að gefa út, standi félags-
mönnuin til boða með hagstæðari kjörum, eins og áður var vikið að.
Skal nú gerð grein fyrir því helzta, sem fyrirhugað er um bókaútgáfu á
næstunni.
íslenzkt fornbréfasafn.
Handrit er nú fullbúið af inngangi, efnisskrá og registri XVI. bindis og
komið í prentsmiðju. Má vænta útkomu á næsta ári, og er þá lokið þessu
bindi Fombréfasafnsins. Bjöm Þorsteinsson cand. mag., menntaskólakennari
sér um útgáfuna.