Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 78
76
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
ar, hönura seigist Hallm. stíra edr amra til ad gjöra þad íllt er hann géti á
móti. 6) Hrugnir er jötunsheiti, hanns hurdir, öll þeirra hýbíli. 7) Hljódsamt
er hrædslusamt.
Svo er þá meiníng vísunnar:
Vid þennan eldin, er glódimar fjúka, þá geingur eitt yfir Þór og mig (seigir
hellisbúin), og er ei annad ad siá enn heitan eldin med kindíngum allavega,
enn eg gjöri á móti þad eg má, ad ausa eymirju á móti christnum sid og þeim
hönum filgja, vid þessi undur og eldgáng hljódnar um flesta hellisbúa.
Laugaz lypti draugarr
lídbáls á þat síþan,
vötn coma helþor of hölþa
heit or holþs s^eita,
þar sprettur upp unþ epla
aur, þjóþvitni jóþa,
hir munat hölþom særir
heitor þar er firþar teitir,
oc heitor þar er fyrdar teitir.
3ia vísa
1) Lipti er leini, gamalt ordtæki er ad bera í liptingu, þ. e. hilmíngu, drauga-
lipti kallar Hallm. hér hellir sinn, hvar hann sat vid eld. 2) Vötn koma yfir
hölda, heldur heit úr hold sveita, heit vötn, heitar tára bænir christinna
manna, úr holdsveita, sveitast út af augunum, koma of hölþa, yfir alla hell-
isbúa og drauga (siá 01. Tr.s. sögu um frásagnir trölla, it. Laxd. um bæna-
gjördir Gudr. Ósv.d.). Þar sprettr upp und epla-aur, und er sár þar blód úr
rennr, it. und jardar, þar vatn útflítr, epla, epli er ávöxtr, og tekst optaz til
betri vegar, und epla aur edr ór, mikil uppspretta mikils ávaxtar, hér meinar
hann christin sid, því þó þeim væri sá sidur leidr og ógédfeldr, þá vóru þó
margir af þeim, er játudu þann sid betri er upp mundi koma, og sumir af
þeim óskudu, ad nöfn þeirra mættu komast undir skýrn, og klögudu þar yfir,
at þeir mættu ei lifa þá tíd, ad sú trú væri kénd og medtekin. Jód, afqvæmi,
þjódjóda er barna bama afkomendr. Hyr er eldheiti. Firþar teitir, kátir, gladir
menn.
Meiníng vísunnar:
Ofaná allt þetta laugast minn draugshellir af heitum bænatárum christinna
manna, og verdur þar mikil uppspretta góds ávaxtar, og er sællri sú eftirkom-
andi þjód barna og barna barna, sá heitr eldr mun særa alla hellis búa á
þeirri gledskapar- edr gullöld christinna manna.
Sprínga björg oc búngurr,
borgir vinnast þá stinnar,
stórir hörga hrærir,
hjalþors bíng frár margor,