Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 156

Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 156
154 SIGURÐUR LÍNDAL SKIRNIR að ráð vænna en að Alþýðuflokkurinn leitaði eftir því að sameinast Kommún- istaflokknum". (I, bls. 144). Sjálfur hefur Héðinn ritað ítarlega um þessi efni í bókinni Skuldaskil Jón- asar Jónssonar við sósíalismann, sem áður hefur verið vitnað til. Gagnrýnir hann Stefán Jóhann og fleiri forystumenn Alþýðuflokksins fyrir að hafa verið úr hófi fylgisspaka við Jónas Jónsson, sbr. Skuldaskil, bls. 97 o. áfr. Eins og kunnugt er, átti Jónas Jónsson drjúgan þátt í stofnun Alþýðuflokks- ins og gerir Stefán grein fyrir því, sbr. I, bls. 132 o. áfr. Segir hann þar (bls. 133), að Jónas hafi átt „nokkuð innangengt í Alþýðuflokkinn". Héðinn heldur því fram, að Jónas hafi stefnt að því, að Alþýðuflokkurinn yrði áhrifalítill smáflokkur við hlið Framsóknarflokksins, sjá t. d. Skuldaskil, bls. 99. Um þetta efni er hverfandi litla fræðslu að fá í bók Stefáns, og ekki tekur hann afstöðu til ásakana Héðins í sinn garð. Veldur þetta nokkrum vonbrigð- um, því að líklegt má telja, að rækilegri greinargerð frá Stefáni hefði varpað ljósi yfir ýmislegt í sögu vinstri flokkanna á íslandi, ekki sízt orsakimar að sundurlyndi þeirra. Ekki er vafi á því, að Héðinn sýndi óbilgirni í samfylk- ingaráformum sínum og aðgerðir hans urðu hvorki honum né Alþýðuflokknum til framdráttar. En til þess að sannfæra lesendur um, að Héðinn beri megin- ábyrgð á klofningi flokksins 1938, hefði Stefán þurft að taka miklu rækilegri afstöðu til þeirrar gagnrýni, sem fram kemur í Skuldaskilum Héðins, en hann gerir. Síðar verður vikið að frásögn Stefáns Jóhanns af átökunum innan Alþýðu- flokksins á árunum 1952-1954 og klofningi hans þá. 6. Sama ár og Alþýðuflokkurinn klofnar fellur Jón Baldvinsson frá. Stefán Jó- hann er kosinn formaður, en er fjaiverandi, þegar kosning fer fram. Gefur hann glögga lýsingu á aðkomunni, sem var vægast sagt ömurleg. Erfiðleikar steðjuðu einnig að þjóðinni í atvinnu- og fjármálum, og ástand í alþjóðamálum versnaði ört. Gripið er til þess úrræðis að mynda stjórn allra flokka, nema Sósíalistaflokksins — þjóðstjórnina, sem svo hefur verið kölluð, er sat að völdum 1939-1942. Stefán Jóhann átti sæti í þessari stjóm, sem félags- mála- og utanríkisráðherra og fjallar sérstakur kafli í bókinni um hana, er nefnist Þjóðstjórnarár. Stórviðburðir gerðust á valdatíma hennar: heimsstyrjöldin síðari hófst, Is- lendingar tóku í sínar hendur æðstu stjórn landsins og meðferð utanríkismála vegna hemáms Danmerkur, Bretar hernámu landið og hervemdarsamningur- inn var gerður við Bandaríkin, svo að helztu viðburðir séu nefndir. Við alla þessa atburði er Stefán Jóhann riðinn og er í kaflanum sagt frá fjölmörgu, sem ég veit ekki til, að komið hafi fram áður eða sé annars staðar að finna. Tel ég óhikað, að kaflinn sé einn hinn allra merkasti í bókinni. Skylt er þó að geta þess, að Hermann Jónasson hefur í viðtali við Tímann 26. október 1966 gert athugasemdir við ýmislegt í frásögn Stefáns Jóhanns af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.