Skírnir - 01.01.1968, Page 156
154
SIGURÐUR LÍNDAL
SKIRNIR
að ráð vænna en að Alþýðuflokkurinn leitaði eftir því að sameinast Kommún-
istaflokknum". (I, bls. 144).
Sjálfur hefur Héðinn ritað ítarlega um þessi efni í bókinni Skuldaskil Jón-
asar Jónssonar við sósíalismann, sem áður hefur verið vitnað til. Gagnrýnir
hann Stefán Jóhann og fleiri forystumenn Alþýðuflokksins fyrir að hafa verið
úr hófi fylgisspaka við Jónas Jónsson, sbr. Skuldaskil, bls. 97 o. áfr.
Eins og kunnugt er, átti Jónas Jónsson drjúgan þátt í stofnun Alþýðuflokks-
ins og gerir Stefán grein fyrir því, sbr. I, bls. 132 o. áfr. Segir hann þar (bls.
133), að Jónas hafi átt „nokkuð innangengt í Alþýðuflokkinn". Héðinn heldur
því fram, að Jónas hafi stefnt að því, að Alþýðuflokkurinn yrði áhrifalítill
smáflokkur við hlið Framsóknarflokksins, sjá t. d. Skuldaskil, bls. 99.
Um þetta efni er hverfandi litla fræðslu að fá í bók Stefáns, og ekki tekur
hann afstöðu til ásakana Héðins í sinn garð. Veldur þetta nokkrum vonbrigð-
um, því að líklegt má telja, að rækilegri greinargerð frá Stefáni hefði varpað
ljósi yfir ýmislegt í sögu vinstri flokkanna á íslandi, ekki sízt orsakimar að
sundurlyndi þeirra. Ekki er vafi á því, að Héðinn sýndi óbilgirni í samfylk-
ingaráformum sínum og aðgerðir hans urðu hvorki honum né Alþýðuflokknum
til framdráttar. En til þess að sannfæra lesendur um, að Héðinn beri megin-
ábyrgð á klofningi flokksins 1938, hefði Stefán þurft að taka miklu rækilegri
afstöðu til þeirrar gagnrýni, sem fram kemur í Skuldaskilum Héðins, en hann
gerir.
Síðar verður vikið að frásögn Stefáns Jóhanns af átökunum innan Alþýðu-
flokksins á árunum 1952-1954 og klofningi hans þá.
6.
Sama ár og Alþýðuflokkurinn klofnar fellur Jón Baldvinsson frá. Stefán Jó-
hann er kosinn formaður, en er fjaiverandi, þegar kosning fer fram. Gefur hann
glögga lýsingu á aðkomunni, sem var vægast sagt ömurleg.
Erfiðleikar steðjuðu einnig að þjóðinni í atvinnu- og fjármálum, og ástand
í alþjóðamálum versnaði ört. Gripið er til þess úrræðis að mynda stjórn allra
flokka, nema Sósíalistaflokksins — þjóðstjórnina, sem svo hefur verið kölluð,
er sat að völdum 1939-1942. Stefán Jóhann átti sæti í þessari stjóm, sem félags-
mála- og utanríkisráðherra og fjallar sérstakur kafli í bókinni um hana, er
nefnist Þjóðstjórnarár.
Stórviðburðir gerðust á valdatíma hennar: heimsstyrjöldin síðari hófst, Is-
lendingar tóku í sínar hendur æðstu stjórn landsins og meðferð utanríkismála
vegna hemáms Danmerkur, Bretar hernámu landið og hervemdarsamningur-
inn var gerður við Bandaríkin, svo að helztu viðburðir séu nefndir.
Við alla þessa atburði er Stefán Jóhann riðinn og er í kaflanum sagt frá
fjölmörgu, sem ég veit ekki til, að komið hafi fram áður eða sé annars staðar
að finna. Tel ég óhikað, að kaflinn sé einn hinn allra merkasti í bókinni.
Skylt er þó að geta þess, að Hermann Jónasson hefur í viðtali við Tímann
26. október 1966 gert athugasemdir við ýmislegt í frásögn Stefáns Jóhanns af