Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 186
184
RITDÓMAR
SKÍRNIR
„í fljótu bragði virðist nútímamanni Landnáma vera eitt samsull af þjóð-
sögum og munnmælum sem til hafi orðið með ýmsum hætti og skifta megi í
ólíka flokka. Það sem þar er umfram er mestan part óheimfæranlegur og ó-
sannprófanlegur fróðleikur, viska sem hvergi er hægt að koma saman og
heim við neitt annað: mannanöfn sem fljótandi efni, ömefni í undarlegu
breingli; og þó tekur í hnúkana þegar kemur að ættartölum landnámsmanna,
sem ma. standa sjaldan heima hver við aðra í nokkrum tveim gerðum bókar-
innar“.
Rósrauð rómantík Halldórs Laxness í sambandi við gullaldarmálfar sveit-
anna — hina íslenzku akademíu - lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri dag-
inn. Nú sé fjarri mér að kasta rýrð á stórmerka sögu íslenzkrar sveitamenn-
ingar og páttinn sem hún átti í að varðveita lítt mengað tungutak á öldum
danskrar yfirdrottnunar og áhrifa, og ekki er heldur ástæða til að láta það
liggja í láginni, að enn eru til latínulærðir bændur á íslandi einsog fyrir
níu hundruð árum og að íslenzk bændastétt er yfirleitt bókfús og vel lesin.
En er ekki nokkuð mikið að gert, þegar reynt er að telja mönnum trú um,
að íslenzk tunga verði hvergi lærð að gagni nema uppí sveit? Svo mikið er
víst, að málfar Halldórs sjálfs er meir kynjað úr bókum en mæltu máli, og
hygg ég að svo sé um flesta eða alla okkar beztu höfunda. Kannski er það
einmitt mein samtímabókmenntanna hversu bóklegt og fjarlægt tungutaki
venjulegra Islendinga málfar þeirra er, en það er einber misskilningur að
sveitafólk tali yfirleitt betra mál en fólk í þéttbýli. Sú tíð er löngu liðin og
á ekki afturkvæmt eftir að fjölmiðlun tók hér völd. Það er laukrétt að er-
lendum námsmönnum er oft ráðlagt að fara uppí sveit og vinna þar miss-
eristíma eða svo til að læra íslenzku. Astæðan er vitaskuld sú, að „latínulærð-
ir bændur“ eru fremur fágætir núorðið og sveitafólk er að jafnaði ekki mæl-
andi á aðrar tungur en íslenzku, þannig að hinu erlenda námsfólki verður
mun auðveldara að nema málið einangrað frá fólki sem kann fleiri tungur.
Það heilræði að „gerast flakkari uppí sveit til að læra íslenzku“ var kannski
gott og gilt á sokkabandsárum Halldórs, en það er löngu orðið „úrelt“.
Hinsvegar sýnir hann lesendum aðra hlið á hinni rómuðu íslenzku sveita-
menningu, nefnilega þá fæð sem lögð var á „Kiljan“ víða um land, svo hann
var jafnvel talinn óalandi í tilteknum byggðarlögum og brottrækur af á-
kveðnum sveitabæjum: „Áratugum saman var ég altaðþví bannhelgur á heim-
ilum, í lestrarfélögum og í bókasöfnum víðsvegar um land, útflæmdur hjá
mentastofnunum og menníngarforkólfum, og heilar sveitir og sýslur skipulagð-
ar á móti þessum auma höfundi“. I þessu sambandi skýrir hann einnig frá
því, hversvegna hann felldi „Kiljan“ úr nafni sínu fyrir nokkrum árum: „ . . .
en það nafn festist einkum við mig hjá öllum sem ekki þektu mig en
höfðu á mér illan bifur“. 1 meira lagi skrýtin skýring og dálítið tormelt þeim
sem árum og áratugum saman dáðu „Kiljan“ og allt sem „kiljanskt“ var.
Halldór víkur stuttlega að íslenzku „kerlingabókunum“, ánþess þó að
nefna þær því nafni, og telur framlag íslenzkra sveitakvenna á borð við þær