Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 48
46
HANNES PETURSSON
SKÍRNIR
Sautján bænarskrár í alþingismálinu voru sendar þinginu 1845.
í sumum þeirra var þess beiðzt aS þingstaSurinn yrSi viS Oxará.
Segir svo enn í Vestlendingum: „Ætla mætti, aS andstaSan gegn
Reykjavík sem alþingisstaS hefSi veriS úr sögunni samtímis og
fyrsta þinginu þar var lokiS. En raunin varS önnur. Vestlendingar
héldu enn um sinn uppi baráttu fyrir því, aS Alþingi yrSi flutt til
Þingvalla, og hirtu ekkert um skoSun Jóns SigurSssonar, þótt þeir
hins vegar ættu samstöSu meS honum í flestum málum öSrum“.
VoriS 1845 sömdu íslenzkir menntamenn í Höfn ýmsar bænar-
skrár til alþingis. Ein laut aS alþingismálinu, og áttu Fjölnismenn
drýgstan hlut í henni. Jón SigurSsson steig á skipsfjöl og hélt heim
á leiS þann 4. maí. Þá áttu landar hans ógengiS frá þremur bænar-
skrám, í verzlunarmálinu, skólamálinu og alþingismálinu. Þeim tókst
aS ná fullri einingu sín í milli um tvær hinar fyrrtöldu, en seinlega
gekk meS þriSju bænarskrána. Þann 19. maí skutu tólf þeirra á
fundi, og virSist svo sem Jónas Hallgrímsson hafi reynzt þar at-
hafnasamastur (þetta var viku fyrir andlát hans). Bænarskráin í
alþingismálinu var borin undir atkvæSi, þ. e. sá liSur hennar sem
kvaS á um þingstaSinn. AtkvæSi féllu á þá lund, aS sjö fundar-
manna vildu aS þingiS sæti í Reykjavík, fimm á Þingvöllum: Jónas,
KonráS, Gísli Thorarensen, Þorleifur Repp og Gunnlaugur ÞórSar-
son. Brynjólfur Pétursson mun hafa legiS sjúkur, því hann sótti
ekki fundinn. Halldór Kr. FriSriksson, er var FjölnismaSur, sner-
ist í liS meS fylgjendum þinghalds í Reykjavík. Þegar Fjölnismenn
sáu aS þeir höfSu orSiS undir í atkvæSagreiSslunni, hættu þeir viS
aS senda bænarskrána til Islands, og nú mun hún hvergi vera til.
Baráttan um alþingisstaSinn var þannig engan veginn úti þegar
Jónas Hallgrímsson kvaS LeiSarljóS. Hann mátti vita aS úr sýslum
landsins og frá Kaupmannahöfn bærust þinginu í Reykj avík bænar-
skrár, þar sem þess væri óskaS aS þingiS yrSi eftirleiSis háS á völl-
unum viS Oxará. Af þeim sökum væntir hann þess í kvæSinu aS
Jón SigurSsson kynnist Þingvöllum af eigin reynd áSur en um bæn-
arskrárnar verSi fjallaS. MikiS var undir því komiS aS Jón sann-
færSist um kosti Þingvalla, ekkert gat stutt betur aS því, aS draum-
ur Fjölnismanna rættist um endurreisn alþingis á hinum fornhelga
staS. Línur úr bréfi sem Brynjólfur Pétursson ritar Jóni bróSur sín-
um 6. maí 1845 bægja og frá líkindum þess aS Jónas hafi taliS