Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
MINNINGAR STEFANS JÓHANNS
161
Óþarflega mikil hvatvísi finnst mér raunar koma fram á einum stað í frá-
sögninni af aðdragandanum að stofnun Atlantshafsbandalagsins í garð manna,
sem voru á annarri skoðun en Stefán um aðild Islands. Hann segir, að komm-
únistar hafi byrjað heiftarlegan áróður gegn aðild að slíku bandalagi, þegar er
hugmyndin um það kom fram. Síðan segir: „En þeim fylgdu brátt ýmsir aðrir,
einkum menntamenn, sem oft þykjast vita betur en allir aðrir og telja sig kall-
aða til þess að bjarga þjóð sinni, þegar misvitrir eða fláráðir stjórnmálamenn
séu að leiða hana afvega. Var því auðsætt, að kommúnistar myndu fá nokkra
samfylgd í þessu máli, jafnvel einstakra manna innan stjórnarflokkanna, er nú
töldu vera tækifæri til þess að láta ljós sitt skína“. (II, bls. 51).
Ég hélt, að það væri eðlileg afleiðing málfrelsis, að menn létu í ljós skoðanir
sínar, hvort sem þeir teldust menntamenn eða ekki og því ástæðulaust fyrir
lýðræðissinna að amast við slíku með því að gera þeim, er það nota sér, upp
annarleg sjónarmið. Að sjálfsögðu geta menn talið sig hafa ýmislegt til mála
að leggja án þess að álíta sig betur vitandi en alla aðra. En ummæli sem þessi
teljast þó til algerra undantekninga í bókinni.
Vina og samherja getur Stefán af mikilli hlýju og fer hvergi dult með,
hversu þakksamlega hann metur stuðning þeirra. Verða lýsingar hans fyrir þær
sakir ekki alls kostar sannfærandi.
Þannig er Jóni Baldvinssyni svo lýst, að hvergi er á blettur eða hrukka. Þó
segir frá margvíslegu andófi, sem hann hefur átt við að etja í flokknum, sbr.
t. d. I, bls. 123, 126 og 145 o. áfr.
Ekki er að efa, að Jón Baldvinsson hefur verið mjög mikilhæfur maður, en
gallalaus hefur hann ekki verið fremur en aðrir dauðlegir menn, og því virð-
ist sem fullkomin ástæða hafi verið til að íhuga, hvort hann kunni sjálfur að
eiga einhverja sök á andófinu, en ekkert víkur Stefán að slíku.
Ólafur Friðriksson segir aðspurður um það, hvemig farið hafi á með honum
og Jóni Baldvinssyni: „Vel. Jón Baldvinsson var almennilegur maður, en hon-
um hætti til að vera á móti því, sem nýtt var“. (Haraldur Jóhannsson, Klukk-
an var eitt. Viðtöl við Ólaf Friðriksson, Rvk. 1964, bls. 65). Andstæðingar
Jóns Baldvinssonar hafa eftir þessu að dæma fundið honum til foráttu helzt til
mikla íhaldssemi, og er þá að einhverju leyti fundin eðlileg skýring á andstöð-
unni gegn honum.
12.
Bók Stefáns er ljóst rituð og skilmerkilega, frásögn hans er lipur, lifandi og
málfar undantekningarlítið gott.
Það finn ég bókinni helzt til foráttu, að ýmsum atriðum eru ekki gerð þau
skil, sem æskilegt hefði verið og hafa hér að framan verið nefnd ýmis dæmi
þess. Teldi ég vel farið, ef höfundur ritaði ítarlegar um þessi efni síðari kyn-
slóðum til fróðleiks, hvort sem það yrði birt fyrr eða síðar. Þá virðist mér efn-
ið sums staðar varla tekið nægilega föstum tökum, svo sem með vísan til
heimilda. í minningabók Jóns Krabbe eru birt allmörg skjöl og frekar vísað
11