Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 210
208
BRÉF TIL FÉLAGSMANNA
SKÍRNIR
Enda þótt ýmsar frekari ráðagerðir séu um útgáfustarfsemi félagsins, tel ég
ekki tímabært að skýra frá þeim að svo stöddu.
Eins og félagsmönnum er kunnugt, tók Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
að sér árið 1962 að annast dreifingu félagsbóka og rita Bókmenntafélagsins til
félagsmanna þess, ennfremur innheimtu gjalda til félagsins. Jafnframt tók
bókaverzlunin að sér einkaumboð á sölu allra bóka og rita, sem félagið gefur út.
Á þessari skipan mála hefur nú orðið sú breyting, að Prenthús Hafsteins
Guðmundssonar, Bygggarði, Seltjarnarnesi, sími 13510, hefur tekið að sér
að annast dreifingu Skímis og annarra rita til félagsmanna jafnóðum og þau
koma út. En þeir félagsmenn, sem æskja þess að kaupa eldri rit félagsins með
20% afslætti, eru hins vegar vinsamlegast beðnir að snúa sér til fornbóka-
sölunnar Bókarinnar, Skólavörðustíg 6, Reykjavík, sími 10680.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjárskortur hefur löngum harnlað
starfsemi félagsins. Þann 1. desember sl. barst félaginu bréf frá Seðlabanka
íslands þess efnis, að því væri veittur styrkur að fjárliæð kr. 500.000.00 til
útgáfustarfsemi í minningu 50 ára fullveldis íslands og vegna 150 ára afmælis
félagsins á sínum tíma.
Er þessi styrkur harla kærkominn og þakksamlega þeginn, enda breytir hann
verulega aðstöðu félagsins til útgáfustarfsemi.
Bókmenntafélagið starfar ekki og hefur aldrei starfað í því skyni að safna
ágóða eða auði, heldur öllu öðra fremur til þess að leiða í ljós „rit þau, er
samin hafa verið á íslenzku og landinu sé sómi að . . . “ (3. gr. félagslaga).
Vönduð rit og veigamikil verða trauðla gefin út á Islandi, þannig að veru-
legs ágóða megi vænta. Er því ólíklegt, að félagið geti rækt hlutverk sitt, svo
að vel sé, nema til komi einhver fjárstuðningur.
Ekki er æskilegt, að öll slík útgáfa lendi í höndum ríkisins, eða verði fjár-
hagslega að öllu leyti á þess vegum. Bókaútgáfu á Islandi mun aldrei vegna vel,
nema þar eigi verulegan hlut að máli frjáls samtök manna eins og Hið íslenzka
bókmenntafélag. Framlög einstaklinga og félagasamtaka til styrktar útgáfu
veigamikilla íslenzkra rita væru hér ómetanleg. Til þess að greiða fyrir slíkum
framlögum hefur félagið sótt um það til ríkisskattstjóra, að viðurkennt verði,
að gjafir, sem félaginu kunna að áskotnast, verði frádráttarbærar við álagningu
tekjuskatts, sbr. 12. gr. D laga nr. 90/1965, sbr. 36. gr. reglugerðar nr. 245/
1963. Svar hefur að vísu enn ekki borizt við málaleitan þessari, en fastlega
má ætla, að tilmælum þessum verði játað.
Skal nú greinargerð þessi ekki höfð lengri að sinni, en félagsmönnum árnað
allra heilla, um leið og þökkuð er tryggð þeirra og stuðningur við félagið.
Virðingarfyllst,
Sigurður Líndal
forseti Hins íslenzka bókmenntafélags