Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 194
192
RITDOMAR
SKÍRNIR
í fyrsta atriði, KETABON, er þessi heimur skilgreindur í formi gervivísinda-
legrar slcýrslu (eða réttara sagt ræðu, sem Tómas Jónsson flytur í Félags-
málastofnun íslands, en er Tómas Jónsson, söguhetja samnefndrar bókar,
nokkuð annað en hugarfóstur Hermanns — Svans, eins og þar er fyllilega gefið
í skyn?), sem rekur uppruna þras- og þráhyggjusjúkdóma með þjóðinni og
skýrir hnignun gjamms:
Og hver man ekki eftir þeirri algengu sýn, mönnum sem studdu hús-
veggi, gjammandi að einhverjum er ekki studdi veggi . . . En fjórðungs-
aldar dvöl varnarliðs í landinu hefur svipt fólk þetta gjammi og gelti.
Nú malar það. Vamarliðsmalið virðist hafa þrengt sér inn í syfjuðustu
staði hugans. (Bls. 30).
I þessu atriði tvinnast saman lýsingin á þeirri framvindu, sem dregin er
saman í ofangreindri tilvitnun, og skopstæling á vísindaskrifum og hugsunar-
hætti ýmissa sálfræðinga og félagsvísindamanna. Það er ef til vill þessi tví-
skinnungur, sem dregur úr heildaráhrifum kaflans; þessi tvö atriði fara ekki
alls staðar vel saman.
Beztu kaflar bókarinnar eru skrifaðir í meira og minna hefðbundnum sögu-
stíl, en með hinni sérkennilegu ofurraunsæju aðferð Guðbergs. Þannig er t.
d. um kaflana Rakstur og Dauða brjálaða mannsins, sem líklega eru athyglis-
verðustu atriði bókarinnar. 1 Rakstri er lýst heimsókn afkomenda til afa og
ömmu í sveitinni; dætur, makar og bamabörn koma í sunnudagsheimsókn,
borgarfólk á hraðri ferð, ötulir þátttakendur lífsþægindakapphlaups, sem er
mjög í mun að afinn bregði búi, svo að hægt sé að breyta jörðinni í veiði-
land. Einhver hefði sett hér upp andstæður, heilbrigða upprunalega sveita-
menningu gagnvart óheilbrigðu, spilltu borgarlífi. En það er öðru nær. Hér er
engin dásömun bændamenningar á ferðinni. Afa gamla er lýst sem klúrum
karlfausk, hálfelliærum, amrna gamla er riðandi hró, Gunna, eina systirin,
sem enn er heima, er móðursjúk af karlmannsleysi og vitlausum efnaskiptum.
Hugarheimur þessa fólks er þröngur og sjúklegur; afinn og Gunna haldin
kynórum, afi og amma lifa í lognum heimi sveitarómantíkur eins og hún birt-
ist í lágkúrulegustu tegund bókmennta af því tagi. Sagan, sem amma les upp-
hátt meðan afi er rakaður, fléttast á einkennilegan hátt inn í athafnir fólksins,
svo að úr verður órofa heild:
En meðan bóndasonur leiðir dóttur prestsins að altarinu, svo hendur
þeirra og jarðir, prests og stjúpunnar, vígist hvor annarri, flýtur bólg-
ið lík að vaðinu, þar sem Maggi umrenningur veitir því nábjargir, en
afi sótbölvar og ræskir sig. Amma hnippir í Gunnu. Hún rís snögglega
á fætur og klippir innan úr nösum afa. Eg sæki spýtubakkann, og afi
hreinsar kokið, og Maggi hreinsar sand af líkinu. (Bls. 71).
Systumar, mágarnir og harnabörnin einkennast af ruglingi, hraða, öngþveiti,
stefnuleysi; velmegun þeirra er af vellinum. Þannig standa þau annars vegar
án fótfestu og stefnu, en hins vegar gömlu hjónin afdönkuð og úr sér gengin,
löngu rúin öllum raunverulegum rótum. Atakanlega kaldhæðin er kveðju-