Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 134
132
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
fjallkonunnar, en birtust hvorki í fyrri eða síðari bókinni. í kvæð-
inu Hásæti, sem einnig er nýtt, er einstöku bergmál frá kvæðinu
Heimsveldi, sem birtist í Geislavirkum txmglum. Kvæðið, sem fyrst
hét Utvarp og síðan Okuhraði heitir nú Hraði, og þar sem fyrst
var:
í bifreiðum
hugsuðum
o. s. frv.
og síðar:
í bifreiðum
flugvélum
o. s. frv.
er nú:
í bifreiðum
vélráðum
o. s. frv.
í Geislavirkum tunglum er nú kvæðið ísland, sem fyrst birtist í
Það blœðir úr morgunsárinu, kvæðið Öryrki, sem varð til úr tveim-
ur kvæðum, líkist nú aftur kvæðinu, sem einu sinni hét Öreigi.
Fyrsta kvæðið í bókinni Það blœðir úr morgunsárinu, Eva hrópar,
er nú í Geislavirkum tunglum, örlítið breytt. Kvæðið, sem fyrst
hét Það blæðir úr morgunsárinu, en var síðar breytt og gefið nafn-
ið Geislavirk tungl, heldur áfram að heita Geislavirk tungl, en lítur
nú svo að segja eins út og í fyrstu, og þannig mætti lengi telja. Auk
þess eru nú í Geislavirkum tunglum kvæðin Handrit, Landhelgi,
Krabbamein, Ríkissjóður, Króna, Hnattspyrna, Hernám, Þjóðsaga,
Mannkynið og Efnahagsmál, sem voru í hvorugri fyrri bók skálds-
ins.
Það getur verið nógu erfitt að átta sig á öllum þessum breyting-
um, en þó má að minnsta kosti rekja einn rauðan þráð, sem í gegn-
um þær gengur, það er vaxandi áráttu til gífuryrða um þjóðernis-
mál. Eitt ljósasta dæmi þess er kvæðið Landráðamenn, sem er gert
upp úr kvæðinu Kreppa í Það blœðir úr morgunsárinu og lítur þar
svona út: