Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 50
VÉSTEINN ÓLASON
Er Snorri höfundur Egils sögu?
Samantektin sem prentuð er hér á eítir, er meistaraprófsfyrirlestur flutt-
ur í Háskóla íslands 3. febrúar 1968. Var hann að venju saminn á næstu átta
dögum á undan flutningi. Miklum tíma og lærdómi hefur verið varið til rann-
sókna á þessu efni, og er hér engin tilraun gerð til að kafa dýpra í það en
áður hefur verið gert. Hins vegar má vera að unnendum Egils sögu þyki ekki
ófróðlegt að hafa í einum stað dregnar saman og vegnar helztu röksemdir
með því og móti að Snorri Sturluson sé höfundur hennar. Rétt er að taka
strax fram að svarið verður hvorki já né nei, svo að þeir sem heimta afdráttar-
laus svör geti snúið sér að öðru lestrarefni.
Fyrirlesturinn er prentaður hér nálega orðrétt eins og hann var fluttur.
Vafalaust væri hægt að bæta um margt og gera efninu rækilegri skil, en heim-
ildunum og gildi þeirra er nú einu sinni þannig farið að aldrei verður þetta
faðernismál að fullu upplýst. Þeir sem vilja mynda sér rökstudda og sjálfstæða
skoðun, þurfa vitanlega að leita til heimildanna sjálfra.
í NIÐURLAGI Egils sögu er frásögn sem ég veit að allir viðstaddir
munu kannast við, en ég ætla að leyfa mér að lesa hana samt:
Grímr at Mosfelli var skírðr, þá er kristni var í lgg leidd á
íslandi; hann lét þar kirkju gera. En þat er sygn manna, at
Þórdís hafi látit flytja Egil til kirkju, ok er þat til jartegna, at
síðan er kirkja var ggr at Mosfelli, en ofan tekin at Hrísbrú
sú kirkja, er Grímr hafði gera látit, þá var þar grafinn kirkju-
garðr. En undir altarisstaðnum, þá fundusk mannabein; þau
váru miklu meiri en annarra manna bein. Þykkjask menn þat
vita af sggn gamalla manna, at mundi verit hafa bein Egils.
Þar var þá Skapti prestr Þórarinsson, vitr maðr; hann tók
upp hausinn Egils ok setti á kirkjugarðinn; var haussinn und-
arliga mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hvé þungr
var; haussinn var allr báróttr útan svá sem h§rpuskel. Þá vildi
Skapti forvitnask um þykkleik haussins; tók hann þá handpxi