Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 43
SKIRNIR
SÍÐASTA KVÆÐI JÓNASAR
41
orti það feigur maður. Um það bil mánuði síðar en það var fyrst
um hönd haft, sökktu þeir kistu hans niður í Hjástoðarkirkjugarð
- allt var komið í kring.
Þess hefur verið getið til, að Leiðarljóð sé flýtisverk, skáldið
hafi mátt hespa það af á naumum tíma. Bent er á formgalla: stuðla-
setningu sé á einum stað ábótavant, setning ríms eigi lýtalaus. Rök-
semdafærsla þessi, sem er æði tæp, gæti verið runnin frá þeirri
hefðbundnu skoðun að skáldskaparform Jónasar Hallgrímssonar sé
alfullkomið. Víst var Jónas nostursamur, en ekki tekur tali að form-
fágun hans hafi verið alger. Ef hún er grannt skoðuð, má reka
hnýflana í sitthvað sem samþýðist ekki ströngum bragfræðilegum
kennisetningum. Hitt er svo það, hvort Jónas lét sér ekki frávikin í
léttu rúmi liggja. Ekkert stórskáld er bandingi bragfræðilegrar
reglufestu.
Leiðarljóð er undir dróttkvæðum hætti. Ef litið er til ..formgalla"
þess kemur upp, að hendingarímið er ekki rammskorðað við rétta
aðferð, sízt skothendingar, og annan stuðulinn vantar í 3. línu 4.
vísu. Væru slíkir hnökrar einsdæmi í kveðskap Jónasar, mætti ef til
vill kenna um fljótaskrift. Nú finnast hins vegar hliðstæður þeirra í
öðrum dróttkvæðum vísum eftir hann (sjá Móðurmissi; minning-
arljóð um Guðmund kaupmann Guðmundsson), svo lítið hald reyn-
ist í þeirri ályktun að Leiðarljóð sé flýtisverk meira en Jónas hefði
kosið, hitt er miklu líklegra að skáldið hafi farið sínu fram í gerð
dróttkvæðra vísna, leyft sér að víkja frá laukréttri fyrirmynd.
Við braglist Leiðarljóðs skal ekki dvalið, inntak þess er allt verð-
ara íhugunar. Hver var ætlun Jónasar með kvæðinu? Er það kald-
leg háðsádrepa á Jón Sigurðsson, eins og virzt gæti í fyrstu?
II.
Leiðarljóð hefst á góðum óskum Jóni Sigurðssyni til handa, að
hann njóti fararheilla og landið megi birtast honum, laugað skini
vorsólar. Síðan er hann hvattur til að vitja föður og móður vestra.
(Skáldinu mun hafa verið kunnugt að Jón hugðist hafa tal af
þeim, svo og kjósendum sínum yfirleitt áður en þing hæfist, enda
hafði hann þá dvalizt tólf ár fjarri ættarstöðvum). En því næst á
hann að hvata för sinni til þings.