Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 30
28
SVERRIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
Nú greiðist þokan sundur yfir sj ónum
og suðrænn ljómi stafar breiðar öldur
og streymir himinhlýr í köldum blænum
um holt og nakinn meið;
og áin glitrar undir sól og heiði,
en undir bældri sinu stráin dreymir
og hj artað gleymir stutta unaðsstund
stormum og hrundum múrum.
Aherzlan er hér lögð á andstæður kulda og hita, lífs og dauða: sól-
arljóminn streymir himinhlýr í köldum blænum, stráin dreymir und-
ir bældri sinu, hjartað gleymir stormum og hrundum múrum. Þeg-
ar Tristan minnist samverustunda hans og ísoldar, er gleði og fögn-
uður samverunnar tjáður með vorlýsingu:
ég man, ég man þá eilífð angri firrða
í örmum þínum, vors míns frjóu kyrrð;
lauf spratt á skógum, hvítir söngvar svifu
svanir af hafi, blóm af aldinkvistum
Eftir því sem líður á kvæðið, verður samruni ísoldar og vorsins á-
kveðnari, dauðafarg vetrarins og sóttarsængin verða að einu, er
Tristan segir:
Fölan og örvum nístan vegna þín
lykja mig snjógrá línþök, kaldir skuggar
og fullkominn samruni verður í kvæðislok, þegar lýst er endurlausn-
inni sjálfri, vorið brýzt undan fjötrum vetrarins og Isold kemur á
fund síns særða elskhuga, þegar Tristan finnur voryl kveðj u hennar
strjúka vanga sinn og mjúkar, bjartar himinhendur fara um hjarta-
sár sín.
Ég hef tekið þessi tvö kvæði saman til meðferðar til þess að
sýna, hversu lík aðferð þeirra er, og ekki síður til að benda á lík-
inguna í grunntóni þeirra og meginhugsun. I báðum kvæðunum er
lýst harmi vegna missis og væntanlegum endurfundum. í báðum er
þessu lýst með samtvinnun þjóðsögu og náttúrulýsingar.