Skírnir - 01.01.1977, Page 7
KRISTJÁN ÁRNASON
Grískar fornmenntir á íslandi
Erindi flutt á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags
18. desember 1976.
SÁ sem tekur sér fyrir hendur að fjalla um grískar fornmenntir
á íslandi virðist vera í líkri aðstöðu og vizkukennarinn Gorgías,
sem uppi var á fimmtu öld fyrir Krists burð, þegar hann samdi
rit sem hann nefndi „Um það sem er ekki“. Þótt honum hafi
tekizt að rita langt mál um þetta efni var ein af hans niðurstöð-
um sú, að um „það sem er ekki“ verði í rauninni ekki sagt neitt
af viti. En um gn'skar fornmenntir á íslandi mætti reyndar segja,
að þær flokkist undir „það sem er ekki“, ef við með orðinu
„menntir" eigum við iðkun fræða í þeim skilningi, að þar sé
átt við að hópur manna fáist við rannsóknir á einhverju efni
og sú fræðaiðkun eigi eitthvert erindi inn í þjóðlífið í kring og
móti það á einhvern hátt, en ekki það, að einn og einn maður
á stangli grúski í bókum fyrir sjálfan sig, án þess að það leiði til
nokkurra umtalsverðra áhrifa á umhverfið, því svo virðist ein-
mitt háttað um grískar menntir á íslandi á okkar dögum.
En ef við ætlum að beina rannsókn okkar að áhrifum grískra
fornmennta á þá menn sem fremstir hafa staðið í að móta ís-
lenzkt menningarlíf fyrr á tímum, er hætt við, að við verðum
að fara eftir slíkum krókaleiðum, að rannsóknin muni bera keim
af lögreglurannsókn og þurfi meiri sagnfræðilegra gagna við
en hér eru tök á að beita. Við gætum til að mynda spurt, hvaðan
Snorri Sturluson liafi öll þau tíðindi af Trójumönnum sem
hermt er frá í Eddu, því mörg þeirra eru líkari flugufregnum
en þeim fróðleik er sönggyðjan kvað í eyra Hómers forðum, og
á líkan hátt gætum við spurt, í hvaða bækur grískar Brynjólfur
Sveinsson biskup hafi tíðast gluggað úr því álitlega safni sem