Skírnir - 01.01.1977, Page 18
KRISTJÁN ÁRNASON
16
SKÍRNIR
tungnanámið og sjá ekki í grískunni og latínunni annað en „tvær hornuglur",
eins og Isafold komst að orði. ..
Hjá okkur var þetta þeim mun verra en hjá öðrum, því að uppræta þetta
nám — eða sama sem — í skólanum, það var að uppræta það í landinu. Það
hryggir mig oft að heyra gáfaða pilta í menntaskólanum dólera yfir því, að
þeir fá ekki að læra grísku, þá sárlangar til þess; en ekki getur heldur hugs-
azt, að með háskólanefnu vorri verði bót á þessu ráðin.B
Vart verður annað sagt en að sú spá sem felst í þessum orðum
Steingríms Thorsteinssonar hafi rætzt á okkar öld, þegar á
heildina er litið, og hinn gríski fornaldarheimur orðið mönn-
um jafnvel enn meiri „terra incognita“ en áður. Skólarnir höfðu
verið á íslandi allt frá siðaskiptum höfuðvígi fornmennta, og
sé þeim úthýst þaðan, er auðsætt, að þeir sem við fornmenntir
vilja fást hafi hér lítið við að vera og verði annaðhvort að fara
úr landi eða snúa sér að einhverju allt öðru. Að vísu má segja,
að þótt forntungnanám sé ekki lengur fastur þáttur í hinu al-
menna menntaskólanámi, séu enn ýmsar smugur til í mennta-
kerfi okkar fyrir þá sem vilja brjótast inn í þennan heim. Rétt
er og að geta þess, að í þeirri stofnun sem Steingrímur velur
heitið „háskólanefna", hefur um árabil verið haldið uppi nokk-
urri kennslu í grísku, og með tilkomu nýrra greina eins og heim-
speki og almennrar bókmenntasögu opnast nýjar leiðir fyrir
grískar menntir, þótt enn nái þær skammt, því Forn-Grikkir
hafa svipaða stöðu innan þessara greina og ísraelsþjóðin innan
guðfræðinnar.
Þótt öll sú útþensla sem orðið hefur í þjóðlífi okkar á síðustu
áratugum feli í sér vissar hættur, svo sem þá, að menn eigi sér
ekki lengur sameiginlegan menntagrundvöll, heldur einangrist
hver á sínu sérsviði og verði þrælar þess í hinu almenna vinnu-
kapphlaupi, þá getur þessi sama útþensla að vissu leyti komið
fornmenntum á íslandi til góða, og þótt fornmálakennsla standi
höllum fæti í menntaskólum, geta þessar hinar sömu menntir nú
fremur haslað sér völl annars staðar í þjóðlífinu. Þannig liafa
á 20. öld komið fram þýðingar úr fornmálum, sem eru ekki
hugsaðar upphaflega sem skólaversjónir, heldur fyrir hinn al-
menna bókamarkað eða jafnvel leiksvið eða eru í tengslum við
einhverjar þekkingargreinar eins og heimspeki. Þegar tveir