Skírnir - 01.01.1977, Síða 21
SKÍRNIR
KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM
19
Kvenfrelsishreyfingin nýja er ávöxtur af vaknandi frelsishug-
sjón sjöunda áratugarins, og hún helst í hendur við almenna
baráttu undirokaðra þjóðfélagshópa og minnihlutahópa. Nefna
má auknar sjálfstæðiskröfur ýmissa þjóðabrota, stúdentaóeirðir,
baráttu negra og vaxandi stéttavitund meðal almúga manna.
Þessi ólga leiðir til áhuga fræðimanna á fyrirbrigðinu vald —
valdaleysi og að vanræktum hliðum mannlegs lífs. Sér þessa
einkum stað í þjóðfélagsfræði, sálarfræði og sagnfræði. Konur
sem áður hafði verið litið á sem hitt kynið, eins og Simone de
Beauvoir sýnir fram á í Le Deuxiéme Sexe, eru nú skilgreindar
sem sérstakur þjóðfélagslegur hópur í valdaleysisstöðu. Rann-
sóknir á stöðu kvenna eru því einn liður í þeim rannsóknum sem
beinast að heildarsviði mannlifsins, með áherslu á kjörum al-
þýðu, barna, aldraðra, sjúkra o.s.frv.
Á ráðstefnu um kvennarannsóknir í hugvísindum, sem lialdin
var í Noregi fyrir skemmstu, lýsti Ida Blom þróuninni innan
sagnfræði og þeirri stöðu sem kvennasaga hefur þar fengið.
Hún segir:
For det förste er interessen for kvinnehistorie en fölge av utviklingen innen-
for faget. Historikernes interesse for det vi kan kalle mennesker uten makt
har lenge vært ökende. Fremdeles söker man selvsagt á belyse kampen om
samfunnets maktposisjoner og á forklare hvordan disse posisjoner be-
nyttes og i noen grad hvorfor de benyttes som de gjör. Avgjörelsesprosesser
pá regjerings- og stortingsplanet og i organisasjonssamfunnets topp-hierarki
liar ikke mistet sin relevans for historikerne. Men det synes á være en
stigende interesse for á studere hvordan disse avgjörelser virker pá de
store grupper av mennesker som enten stár helt utenfor avgjörelsesprosessen
eller kun indirekte deltar i den.
I det öyeblikk forskeren vender sin opmærksomhet fra de regjerende til
de regjerte, trer nye grupper av mennesker inn i rampelyset, — de fattige,
de arbeidslöse, de syke, men ogsá barn, gamle og kvinner. Disse grupper
kan tillegges betydning som uttrykk for problemer samfunnets ledelse
stilles overfor, og studeres som brikker i det ökonomiske og politiske makt-
spillet. Men de kan ogsá tillegges en egen verdi, gjöres til forskningens
egentlige objekt.3
Að breyttu breytanda má finna sömu þróun í bókmennta-
fræði. Nýrýni og formalismi víkja fyrir aðferðum eins og marx-
isma, sem leggur áherslu á söguskoðun í bókmenntaverkum,