Skírnir - 01.01.1977, Page 23
SKÍRNIR KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM 21
sóknir á kvenlýsingum í bókmenntum og rannsóknir á verkum
kvenrithöfunda. Undirflokkar eru rannsóknir á bókmenntum
sem fjalla um konur sérstaklega, rannsóknir á bókmenntum sem
samdar eru fyrir konur, og samanburðarrannsóknir á verkum
karl- og kvenrithöfunda.
Orðið kvennabókmenntir hefur verið notað í nokkuð mis-
munandi merkingum, a.m.k. í Skandinavíu. í greinum og um-
ræðu um efnið virðist algengasta skilgreining þess vera bók-
menntir um og eftir konur, þ.e.a.s. bókmenntir eftir kvenrithöf-
unda þar sem fjallað er um konur aðallega. Aðrar skilgreining-
ar eru bókmenntir um konur, án tillits til þess hvort þær eru
samdar af konum eða körlum (og 1 þeirri merkingu er það
ýmist notað um fagurbókmenntir eða fræðileg verk um stöðu
kvenna), bókmenntir fyrir konur og að lokum bókmenntir eftir
konur.
Mér finnst rökréttast að skilgreina kvennabókmenntir sem
bókmenntir eftir konur án tillits til þess um hvað þær fjalla,
þ.e. í andstöðumerkingu við bókmenntir samdar af karlmönn-
um. Þrengri skilgreiningin, bókmenntir um og eftir konur, er
óheppileg og villandi. Bæði útilokar hún verk margra kvenrit-
höfunda sem ekki fjalla sérstaklega um konur, s.s. Söru Lidman
og Jakobínu Sigurðardóttur, og sniðgengur það málefni sem er
eitt hið mikilvægasta í þessu sambandi, stöðu kvenrithöfunda í
þjóðfélagi og bókmenntasögu.
III. Kvenlýsingar í bókmenntum
Kvennarannsóknir í bókmenntum hófust með gagnrýni á
kvenmynd bókmennta og staðnaðar hugmyndir þeirra um hlut-
verk kynja. Tvö fyrstu greinasöfnin sem Karin Westman Berg
ritstýrði eru að mestu helguð þessu efni, þ.e. Könsroller i littera-
turen fran antiken till 1960-talet (1968) og Könsdiskriminering
förr och nu (1972). Einnig má benda á greinasafn Susan Koppel-
man Cornillon, Images of Women in Fiction (1972).
Þessi tegund kvennarannsókna hefur verið og er enn ríkjandi
í Bandaríkjunum. Mest áliersla hefur verið lögð á að sýna fram
á staðnaðar kvengerðir (stereotýpur), sem í sífellu ganga aftur