Skírnir - 01.01.1977, Page 27
SKÍRNIR KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM 25
Ályktanir af hlutfalli milli fjölda karla og kvenna er naum-
ast hægt að draga nema í stórum epískum verkum eða stóru
úrtaki verka. Það segir t.a.m. heilmikið um heimsmynd Njálu
að þar er hlutfallið 1 kona á móti tæplega 6 karlmönnum. Kem-
ur það heim og saman við þá grundvallarhugsun verksins að
sæmdin, sem allt snýst um, felist í karlmennsku í andstöðu við
allt sem heita má kvenlegt. Hvernig þessi afstaða kemur fram
í máli og stíl, má sjá í kynningunni á börnum Njáls og Berg-
þóru, en þar segir: „Þau áttu sex börn, dætr þrjár ok sonu þrjá,
ok koma þeir allir við þessa sögu síðan.“7 Tvær dætur þeirra
koma þó við söguna síðar, en sú þriðja er aldrei nefnd, og er
hvarf hennar úr sögunni ekki einu sinni útskýrt.
Norski bókmenntafræðingurinn Janneken Överland tekur
karlveldismunstur Pil Dahlerups upp í grein í Vinduet nr. 3,
1976, og ber það saman við norskar bókmenntir. Niðurstaða
hennar færir frekari rök að réttmæti þess. Hún segir:
Den norske litteraturen holdes oppe av menn. Menn som skriver om menn.
En grov oversikt over den norske bokheimens siste hundre ár ville vise
at böker skrives av menn, hovedpersonene i böker er menn, de flcste andre
personene i böker er menn, tekstens problemer er preget av mannsproblema-
tikk og hovedsynspunktene i en tekst formidles av menn. I de aller fleste
tilfeller hvor en kvinne opptrer innenfor teksten representerer hun pi en
eller annen máte kjönnslivet, og er ikke selv berört av den egentlige pro-
blematikk i bökene. Derved understrekes mannens psykiske egenskaper og
kvinnens fysiske.
Hún sýnir einnig fram á goðsögnina um konuna, sem hrein-
ræktaðasta má sjá í ljóðum. Konan er hafin á stall, gerð dulræn
og gjörsamlega óraunveruleg. Fyrir þessu er einnig löng hefð
í íslenskum bókmenntum, og væri í því sambandi áhugavert að
gera athugun á erfiljóðum. Einna skýrast kemur þessi dýrkun
konunnar, á hátíðlegum stundum, fram í kvæði Matthíasar
Jochumssonar, Minni kvenna, og enn er sungið í alvöru til heið-
urs kvenkyninu: