Skírnir - 01.01.1977, Page 29
SKÍRNIR KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM 27
Þessi sama kvenhugsjón kemur fyrir í einfaldaðri mynd í ýms-
um bókmenntum sem samdar eru fyrir konur. Á ég þar einkum
við vikublöð og reyfarabókmenntir, en einnig má benda á aug-
lýsingatexta og auglýsingamyndir blaða og sjónvarps. I þessari
tegund bókmennta er konan fögur, ung og grönn, en einnig
hjálpsöm, fórnfús og góð, og er það skilyrði fyrir velgengni
hennar og vinsældum. Slíkar bókmenntir geta beinlínis verið
hættulegar og stuðlað að falskri veruleikasýn, draumórum og
stöðnun. Þess vegna er talið mikilvægt að kenna börnum og
unglingum gagnrýna afstöðu til þess sem þau lesa, og er í því
skyni farið að gera vikublöð og reyfara að skyldunámsefni við
skóla í Skandinavíu.
Um bókmenntir sem beina máli sínu til kvenna hefur mikið
verið skrifað á undanförnum árum. Ég bendi sérstaklega á bók-
ina Udsigten fra det kvindelige univers (1972) eftir Hanne
M0ller o.fl., þar sem kvennablaðið Eva er tekið fyrir, og mjög
góðar greinar Maria Bergom-Larsson í greinasafninu Kvinno■
medvetande (1976).
Lítil umræða hefur verið um innrætingargildi bókmennta
hér á landi, en þó má benda á athugun Úa á nokkrum barna-
bókum, og gagnrýni nokkurra nemenda við Menntaskólann á
ísafirði á unglingabókinni (stúlknabókinni) Adda trúlofast eftir
Jennu og Hreiðar.8
IV. Kvennabókmenntir
Sú mikla og vaxandi áhersla sem kvennarannsóknir í bók-
menntum sýna bókmenntum eftir konur virðist í upphafi vera
sprottin af áhuga kvenna á raunsæjum kvenlýsingum og leiða
þeirra á stöðnuðum kvengerðum og fegruðum kvenmyndum
karlrithöfunda. Kvenstúdentar við bókmenntanám vöknuðu
við þann vonda draum, að kvenrithöfundar voru alls ekki með
í námsefni þeirra, fundust ekki á námsskrám, og sjaldan getið
í bókmenntasögum, yfirlitsgreinum eða fyrirlestrum.9
Hafa íslenskar kvennabókmenntir ekki farið varhluta af þess-
ari mismunun, og vil ég hér nefna nokkur dæmi. íslenski hlut-
inn í Nordens litteratur (1972), sem fjallar um norrænar bók-