Skírnir - 01.01.1977, Page 30
28
HELGA KRESS
SKÍRNIR
menntir frá upphafi til vorra tíma, er eins og við var að búast
allur skrifaður af karlmönnum. Alls er nefndur 101 íslenskur
rithöfundur, þar af er aðeins 1 kona. í Islenzkum nútimabók-
menntum eftir Kristin E. Andrésson (1949) og í íslenzkri bók-
menntasögu Stefáns Einarssonar (1961) er hlutfall kvenna um
10 prósent. í íslenzku skáldatali Hannesar Péturssonar og Helga
Sæmundssonar (1973—1976) hafa konur unnið nokkuð á, og er
hlutfall þeirra þar um 12 prósent.
í íslenzkri lestrarbók 1400—1900, sem Sigurður Nordal tók
saman (1924) og skrifaði frægan inngang að um samhengið í
íslenskum bókmenntum, er engin kona. í síðari útgáfu bókar-
innar, íslenzk lestrarbók 1750—1930 (1942), er eitt kvæði eftir
íslenska konu, — kvæðið Krosssaumur eftir Huldu. í Sýnisbók
islenzkra bókmennta til miðrar 18. aldar (1953), sem Sigurður
Nordal tók saman ásamt Guðrúnu P. Helgadóttur og Jóni Jó-
hannessyni, er engin nafngreind kona. En þessar bækur — með
aðeins eina íslenska skáldkonu — hafa um langt skeið verið undir-
staðan í bókmenntakennslu menntaskólanna. Og er þessu eina
litla verki, sem þar er að finna eftir konu, að öllum jafnaði sleppt
í kennslunni.
Ekki virðist hlutur íslenskra kvenrithöfunda vera meiri við
bókmenntakennslu Háskóla íslands. í skrá sem nemendur fá
sér til hliðsjónar og heitir „Skáld á 19. öld og upphafi 20. aldar,
helztu útgáfur og heimildir“ er getið 21 rithöfundar. Þar af
engrar konu. í skrá um námsþáttinn „Skáldsagna- og smásagna-
gerð 19. og 20. aldar“ er 21 karlrithöfundur, 2 konur. í skrá um
námsþáttinn „Ljóðagerð 20. aldar“ eru 22 skáld. Þar af engin
kona.
Það er algeng klifun að afsaka skort á kvennabókmenntum
í námsefni með því að segja, að kvenrithöfundar séu bæði fáir
og þar að auki yfirleitt mun síðri karlrithöfundum.
Skal því ekki á móti mælt, að fáar konur fást við eða hafa
fengist við ritstörf. En þó eru þær ekki eins fáar og af er látið.
í Rithöfundasambandi Islands eru alls 156 rithöfundar. Þar af
er 131 karlmaður og 25 konur. Þ.e.a.s. rúmlega 16 prósent fé-
laga í Rithöfundasambandinu eru konur. En hver er kominn
til að segja að þær séu síðri höfundar en starfsbræður þeirra?