Skírnir - 01.01.1977, Page 31
SKÍRNIR KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM 29
í flestum þeirra stofnana sem móta hugmyndir manna um
það, hvað teljast skuli góðar og gildar bókmenntir, sitja karl-
menn í valdastöðum. Má þar nefna forlögin, bókmenntatíma-
ritin, bókmenntasíður dagblaðanna, útvarp, sjónvarp, skólana.
Og í bókmenntarannsóknum og bókmenntagagnrýni ríkja karl-
menn.
Það hlýtur að vera bókmenntasögulega merkilegt atriði Irve
fáar konur eru meðal ritliöfunda, en á það er aldrei bent, hvað
þá að reynt sé að grafast fyrir þjóðfélagslegar orsakir þessa. Og
ef verk kvenna eru eins sjaldgæf og sagt er, ætti þá ekki fremur
að leggja á þau sérstaka áherslu en láta sem þessi fáu séu ekki til?
Konur hafa löngum verið bundnar þröngu sviði, heimili, fjöl-
skyldu og börnum. Þjóðfélagsleg staða þeirra gefur þeim lítinn
tíma til skrifta, auk þess sem hún mótar viðfangsefni þeirra.
í þessu tvennu liggur sérstaða þeirra innan bókmenntasögunn-
ar. Ritstörf brjóta gegn hefðbundnu lilutverki kvenna, auk þess
sem reynsla þeirra þykir ekki frambærileg sem bókmenntalegt
efni.
Hvort tveggja þetta kemur greinilega fram í ágætu riti Guð-
rúnar P. Helgadóttur Skáldkonur fyrri alda (1961—1963). Telur
hún, að mun meir hafi tapast af skáldskap eftir konur en karla,
og bendir á hve lítil skil þeim eru gerð í handritum og rithöf-
undatölum. Lausavísur telur Guðrún vera form kvennanna, og
það af tveimur ástæðum sérstaklega. Þær séu stuttar og því ekki
tímafrekar, og gefi svigrúm til alls kyns yrkisefnis. Hún segir:
Sá er annar kostur lausavísunnar, sem varðar konur miklu. Lausavísan
er nógu stutt til að tefja ekki í heimilisönnum né erilsstörfum fyrir innan
stokk, en samt nógu löng til að túlka geðhrif líðandi stundar. Innan þess
þrönga svigrúms felst ekki aðeins mestur hluti skáldskapar kvenna fyrr á
öldum, heldur allt fram á þennan dag.io
Það er mælikvarði karlveldisins sem skipar konum sess í bók-
menntasögunni og ræður hvaða verk skuli teljast áliugaverð,
hvaða viðfangsefni mikilvæg. Fræg og oft ívitnuð eru eftirfar-
andi orð Virginia Woolf í A Room of Ones Own (1929):