Skírnir - 01.01.1977, Page 33
SKÍRNIR
KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM
31
Er bókinni fundið þetta til lasts. Á öðrum stað skilgreinir
sami fræðimaður verk Jakobínu Sigurðardóttur sem „venjuleg“,
án þess að gera svo mikið sem tilraun til að útskýra hvað í því
kunni að felast:
Beztu sögur hennar eru sögur a£ venjulegu fólki við venjulegar aðstæður.
Vandamál þess eru líka venjuleg. í samræmi við slík e£ni eru sögurnar
sagðar á venjulegan hátt.12
í fjórða lagi getur svo mismununin falist í því, að gagnrýn-
anda yfirsést kvenfrelsissjónarmið í verkum kvenna, eða tekur
það sem tákn um eitthvað allt annað. Þetta kemur skýrt fram
í túlkun Leigjandans eftir Svövu Jakobsdóttur, sem allajafna
liefur eingöngu verið litið á sem allegoríu um stöðu íslands og
sambandið við Nató, en hversdagsraunsæið, staða konunnar í
bókinni, látið lönd og leið.13
Áhersla kvennarannsókna í bókmenntum hefur nú á allra
síðustu árum færst mjög yfir á kvennabókmenntir og stöðu kven-
rithöfunda. Um það bera nýjustu greinasöfnin ótvírætt vitni,
og má þar nefna Ktfmsroller i litteraturen (red. Hans Hertel,
1975), Textanalys frán könsrollssynpunkt (red. Karin Westman
líerg, 1976) og Feminist Literary Criticism (ed. Josephine Dono-
van, 1975).
í rannsóknum á kvennabókmenntum er einkum leitast við
þrennt. í fyrsta lagi að draga fram í dagsljósið gleymda eða
vanreekta kvenrithöfunda, í öðru lagi gleymd verk eftir konur
sem kunna að hafa fengið viðurkenningu fyrir önnur verk sín,
og í þriðja lagi að endurmeta höfunda sem að einhverju leyti
liafa fengið viðurkenningu, en verið misskildir og rangtúlkaðir.
Sem dæmi um tvö síðasttöldu atriðin mætti nefna norsku
skáldkonuna Amalie Skram frá síðari hluta 19. aldar. Til skamms
tíma var hún svo til eingöngu þekkt fyrir skáldsögu sína Helle-
myrsfolket, sem er eins konar ættarsaga með breiðum þjóðfélags-
lýsingum á borð við margar raunsæisskáldsögur þessa tíma. Fjöl-
margar skáldsögur hennar sem fjalla um konur og hjónabands-
mál voru hins vegar sniðgengnar, jafnvel með því að segja að
um ófullkomin verk eða skissur væri að ræða.14 Á allra síðustu