Skírnir - 01.01.1977, Page 43
SKÍRNIR KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM 41
brýtur vitaskuld gegn raunsæishugtakinu og kröfunni um dæmi-
gerðar persónur, og væri þar með verið að breiða yfir veruleik-
ann. Konum á þvert á móti að lýsa í þeim hlutverkum sem þær
gegna og sem tilheyra einkalífinu, en með krítískri afstöðu,
þannig að félagsleg og hugmyndafræðileg kúgun þeirra komi
fram í heildartúlkun verksins.
Með því að benda á og afhjúpa óraunsæjar hugmyndir um
konur eins og þær birtast í bókmenntum getur hugmyndafræði-
gagnrýnin orðið að miklu liði í kvennabaráttunni. Sem dæmi
um slíkt samband bókmennta, gagnrýni og kvennabaráttu má
nefna áhugaverðar umræður um kvenlýsingar Ulla Isaksson í
Dagens Nyheter fyrir ekki alls löngu. Nokkrar bókmenntakonur
skrifuðu grein í blaðið þar sem þær sökuðu Ulla Isaksson um
að fegra móðurhlutverkið í verkum sínum og styðja með því
ríkjandi skiptingu þjóðfélagsins í einkalíf og opinbert líf og
áframhaldandi kúgun kvenna. Var þeim síðan svarað bæði af
höfundinum sjálfum og rithöfundinum Per Wastberg.33 Um
samband bókmennta og kvennabaráttu segja þær í lokasvari
sínu 14/1 1976:
Per Wastbergs inlagg tangerar... nágra frágor som vi tycker ar viktiga.
Har Ulla Isakssons kvinnosyn nágot med kvinnokampen att göra? Ja, havdar
vi. Samhallets utveckling bestams inte bara av materiella drivkrafter, utan
ocksá av mánniskomas medvetande om samhallet och sig sjalva. Pá samma
satt bestams inte kvinnokampen enbart av frágor om fler daghem och
kortare arbetstid, utan ocksá av kvinnors medvetande om vilka de ar och
skulle kunna vara. Kampen galler ocksá en ny kvinnoidentitet. Ulla Isaks-
sons texter griper djupt in i denna kamp, men visar oss, menar vi, in i en
átervandsgrand. Per Wastberg tycks underskatta skönlitteraturens bety-
delse för erövrandet av en ny kvinnoidentitet.
3) Vitundargreiningin heyrir einnig undir marxistíska bók-
menntafræði, en hafnar raunsæishugtakinu í þeirri skilgrein-
ingu hugmyndafræðigagnrýninnar, að raunsæjar séu aðeins þær
bókmenntir sem spegla „rétt“. Skv. þessari stefnu eru allar bók-
menntir „raunsæjar“ í þeirri einföldu merkingu, að þær veita
vitneskju um þann tíma sem þær eru sprottnar úr. Efniviður-
inn sem bókmenntir vinna úr er ekki veruleikinn sjálfur, heldur
fyrst og fremst hugmyndafræðin um hann. Eðli bókmennta er