Skírnir - 01.01.1977, Side 44
42
HELGA KRESS
SKÍRNIR
sem sagt að þær sýna umformaðan veruleika, og takmark bók-
menntafræðinnar er að greina þessa umformun bæði frá félags-
legu og sögulegu sjónarmiði. Meginviðfangsefni greiningarinn-
ar er vitund höfundar, þ.e. meðvituð eða ómeðvituð viðhorf
hans, eða hvernig hann skynjar heiminn.34 Rétt eða röng skynj-
un skiptir hér engu máli, og best mætti kannski lýsa þessari
aðferð með orðum biskups við Umba í Kristnihaldi undir Jökli:
Gleymið ekki að fáir eru líklegir til að segja nema soldið satt; einginn mjög
satt, því síður hreina satt. Töluð orð eru staðreynd útaf fyrir sig sönn og
login. Þegar menn tala þá tjá þeir sjálfa sig hvortheldur þeir ijúga eða
segja satt.35
í rannsóknum á kvennabókmenntum er gengið út frá kenn-
ingum um sérstaka vitund kvenna, eða kvenvitundina, sem á-
kvarðast af þjóðfélagslegum aðstæðum. Talað er um ólík vit-
undarform ólíkra samfélagshópa, s.s. kynja og stétta. Staða
kvenna er í einkalífinu, ekki í atvinnulífinu eða hinu opinbera
lífi eins og staða karla, og er hlutverk þeirra fyrst og fremst inn-
an heimilanna sem eiginkonur, ástkonur, húsmæður og mæður.
Þessi staða formar vitund kvenna um sjálfar sig og umheiminn
sem að mörgu leyti er frábrugðin vitund karla. Höfuðrann-
sóknarefni í kvennabókmenntum er að greina þessa ákveðnu
vitund, breytileg form hennar eftir tímabilum og sögulegar og
þjóðfélagslegar forsendur hennar.
í greininni „Metoder för kvinnotextforskning“ í greinasafn-
inu Textanalys frán könsrollssynpunkt (1976) orðar Pil Dahle-
rup vandamálið á þennan hátt;
Kvinnomedvetandet ar inte uttryck för kvinnors samhalleliga stallning
vid en given historisk tidpunkt — det ar historikernas uppgift att redogöra
för detta. Men det ar ett uttryck för hur kvinnor uppfattade sin samhalleliga
situation. Handlar en text om aktenskap, religion, barnuppfostran, livet
i stan, livet p& landet, krig och fred, s& ar det inte primart litteraturfor-
skarens uppgift att ta reda p& om aktenskap, religion, barnuppfostran,
stáder, natur, krig och fred faktisk s&g s& ut vid en given tidpunkt. V&r
uppgift ár att p&peka att sá har denna kvinna uppfattat dessa ting, sá har
várlden tett sig i hennes medvetande. Om vi dessutom kan förklara varför
— ja, d& ár vi skickliga.36