Skírnir - 01.01.1977, Síða 46
44
HELGA KRESS
SKÍRNIR
og sögu tímabilsins beinist liins vegar út á við, og er markmið
hennar að útskýra af hverju textinn er eins og hann er. Hug-
takið „bókmenntastofnun" er hér mjög mikilvægt. En bók-
menntastofnunin er það fyrirbrigði í þjóðfélaginu sem mótar
hugmyndir manna um það hvaða bókmenntir séu góðar og
gildar. Til hennar teljast t.a.m. forlögin, dagblöðin, fjölmiðlar,
kennslustofnanir, gagnrýnendur, bókmenntafræðing'ar og ekki
síst rithöfundarnir sjálfir. Bókmenntastofnunin hefur áhrif á
bókmenntirnar, hvernig og um hvað sé skrifað. En samtímis er
hún háð þjóðfélagsgerð hvers tíma og breytist með henni.
Vitundargreiningin leggur mikla áherslu á að fá fram ómeð-
vituð viðhorf eða hugsanaferli sem dyljast bak við yfirborð text-
ans. Andstætt forskriftaraðferðinni, sem aðeins heldur sig við
yfirborðið, skilur hún að frásagnarsvið og merkingarsvið. Segja
má að eitt megineinkenni aðferðarinnar sé að lesa á móti til-
gangi og yfirlýstri meiningu höfundar. Það reynist líka oft mikill
munur á því sem höfundur telur sig segja og því sem hann í
rauninni segir. Sem gott dæmi um þetta má benda á athugun
Birgittu Holm á Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf.38 Á
yfirborðinu lýsir sagan fegurð og samræmi, og hefur hún
löngum verið túlkuð þannig í bókmenntasögunni. En við grein-
ingu á kvenlýsingum verksins og kvenvitund þess kemur allt
annað í Ijós.
Den motsattning i sjalva romanen som omedelbart etablerar sig... ar
motsattningen mellan solljuset, fargstyrkan och gracen i skildringen och
mangden av smartmetaforer som löper genom verket. Ord som piskad, gisslad,
söndertrampad, sargad, kuvad, förkrossad snubblar pá varandra över bokens
sidor... dessa smartmetaforer motsvaras av ett mönster av kvinnlig för-
nedring i texten. Samtliga kárleksrelationer handlar om kvinnlig förnedring
och underkastelse.39
Sýnir hún síðan fram á hvernig sjálfseyðileggingarhvöt liggur
til grundvallar í formgerð verksins, í beinni mótsögn við ytra
borð fegurðar og samræmis.
Þessar þrjár stefnur sem hér hefur verið gerð grein fyrir eru
í grundvallaratriðum ósættanlegar frá bókmenntafræðilegu
sjónarmiði, þótt allar geti þær, hver á sinn hátt, orðið kven-
frelsishreyfingunni að liði.