Skírnir - 01.01.1977, Page 47
SKÍRNIR
KVENNARANNSÓKNIR í BOKMENNTUM
45
Stærst eru skilin milli forskriftarstefnunnar og vitundargrein-
ingarinnar. Sú krafa forskriftarstefnunnar sem orðið hefur ofan
á í reynd er krafan um kvenhetjur, fyrirmyndir. í Danmörku
gagnrýndu kvenfrelsiskonur Jette Drewsen fyrir að láta aðal-
persónuna í skáldsögunni Fuglen fremja sjálfsmorð.40 Og bók-
menntir sem lýsa ósigrum kvenna og uppgjöf kallar Cheri Re-
gister „taugaveiklunarbókmenntir“. í áðurnefndri grein sinni
hrósar hún Tora Dahl fyrir bjartsýni í kvenlýsingum og segir:
Vad man laser i Dahls skrifter ar ingen berattelse om en kvinnas nederlag
inför förtryckande omstandigheter. Hon skriver inte „neuroslitteratur". Det
ár snarare en berattelse om en válutrustad flickas/kvinnas strávan att befria
sig frán en massa fördomar, lagliga förbud och psykologisk páverkan. Gun-
borgserien och dess fortsáttning bildar en láng och utförlig liandbok i över-
levnad.u
Svipað sjónarmið má sjá í ritdómi Suzanne Brpgger um Fear
of Flying eftir Erica Jong, en hefur annars ekki átt miklu fylgi
að fagna í bókmenntagagnrýni á Norðurlöndum, a.m.k. ekki
sem krafa:
Germaine Greer skrev engang, at den stprste tjeneste en kvinde kan gpre
sine omgivelser, er at være lykkelig — dette ville være noget revolutionært
i sig selv! Det er netop viljen til at overskride de borgerlige livsbegrænsninger,
der g0r Erica Jongs bog opmuntrende. Vi har brug for mennesker i livet
og litteraturen, der skaber nye modeller for længsler og lyster. Mennesker,
der forventer alt af livet og gár i gang.42
Segja má að slíkt viðhorf til bókmennta sniðgangi þann sál-
ræna veruleika kvenna sem vitundargreiningin leggur mesta
áherslu á að fá fram. Einnig verður sú skoðun að teljast nokkuð
einhliða, að hamingja og bjartsýni í bókmenntum hvetji —
framar öðru — til baráttuvilja í lífinu sjálfu.
í ritdómi um Sommer eftir Amalie Skram, sem birtist í In-
formation 20/11 1975, svarar Pil Dahlerup fylgismönnum for-
skriftarstefnunnar með því að bera saman hliðstæða afstöðu
Amalie Skram og Jette Drewsen. Ritdóminn nefnir hún „En-
gagement og pessimisme" og fjallar hann eins og nafnið bendir
til um sambandið milli boðskapar og bölsýni. Grundvallar-