Skírnir - 01.01.1977, Page 50
48
HELGA KRESS
SKIRNIR
Ein a£ þeim spurningum sem Ida Blom spyr í áðurnefndum
fyrirlestri um kvennarannsóknir í sagnfræði er sú hvort hugsast
geti að rannsóknarstofnun þar sem karlmenn hafa lengi verið
ráðandi, líti niður á eða beinlínis liamli á móti rannsóknum sem
varða konur. Þessu svarar hún neitandi hvað meðvitaða and-
stöðu varðar. Andstaðan gegn kvennarannsóknum er ómeðvituð
og kemur ekki síst fram í áhugaleysi karlmanna á efninu. Hún
segir:
Forskning omkring mannlige politikeres og arbeidsgiveres interesse £or spesi-
fikke kvinneproblemer har imidlertid vist at det o£te gjör seg gjeldende en
ubevisst tilsidesettelse av slike problemer. De defineres i mange tilfeller
som lite interessante, uvesentlige og perifere, eller som problemer kvinner
bör löse selv, fortrinnsvis innenfor den private, ikke innenfor den offentlige
sfære.
Om det er en slik ubevisst diskriminering av kvinnehistorie som er ársaken
til at kvinnehistorisk forskning i Norge i sá höy grad drives av kvinner, ikke
av menn, skal være usagt. Men det er páfallende at listen over igangvær-
ende forskning pá dette feltet nesten utelukkende omfatter kvinner. Det
er helt motsatt av hva som ellers er tilfellet i várt forskningsmiljö. Erfar-
inger fra undervisning har vist en liknende tendens: det er i förste rekke
kvinnelige studenter som tar seg tid til á gá pá forelesninger og seminarer
med emner fra kvinnehistorie og det er kun kvinnelige forelesere som hittil
eksplisitt har tatt opp kvinnehistorie.40
Eins og þegar ætti að hafa komið fram af þessari grein, eru
það næstum eingöngu konur sem fást við kvennarannsóknir í
bókmenntum, og svipaða sögu er að segja um allar greinir hug-
vísinda. í fyrirlestri sínum bendir Ida Blom réttilega á, að þörfin
fyrir vitneskju um konur, sögu þeirra og stöðu, sé sérstaklega
mikil hjá konum, og því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að þær
gefi þessum rannsóknum alveg sérstakan gaum. En það segir
lítið um eftirtakanlegt áhugaleysi karlmanna á kvennarann-
sóknum, sem á sér líklega enga aðra skýringu en hina almennu
kúgun kvenna í þjóðfélaginu.
í Lunds universitet meddelar nr. 16, 1975, spyr Louise Vinge
hvort bókmenntafræðin hafi fengið kvennadeild. Athugun henn-
ar á sænskum doktorsritgerðum frá 1970—1974 sýnir að af 232
doktorum eða doktorsefnum í bókmenntafræðum, (91 konu,
141 karlmanni), hafa aðeins 25 tekið fyrir kvenrithöfunda eða