Skírnir - 01.01.1977, Page 61
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
Nokkur menningarsöguleg dæmi
úr Njálu
Með þessum línum fær sjötugur seggur,
dr. phil. Jakob Benediktsson orðabókarrit-
stjóri, kveðju með þökk og virðing. n.ó.
1
Flosi ÞÓRÐARSONb goðinn að Svínafelli, er kominn með flokk
sinn að Bergþórshvoli og hefur vikum fyrr gert honum vitan-
legt að hann hyggst sækja þá Njálssyni með eldi og járni og
drepa þá alla fyrir vígið á Höskuldi Hvítanessgoða. Þegar Njáll
ákveður að allir gangi inn í bæinn á Bergþórshvoli í stað þess
að berjast til þrautar utan dyra, segir Helgi Njálsson: „Geru vér
sem faðir várr vill; þat mun oss bezt gegna.“* „Eigi veit ek þat
víst,“ segir Skarpheðinn, „því at hann er nú feigr. En þó má ek
gera þetta til skaps hans at brenna inni með honum, því at ek
em ekki hræddr við dauða minn.“ Fyrir stuttu hafði hann and-
mælt ákvörðun föður síns með þeirri röksemd að andskotar
þeirra væru komnir til að brenna þá inni: „þeir munu allt til
vinna, at yfir taki við oss.... Em ek ok ófúss þess at láta svæla
mik inni sem melrakka í greni." Hvað kom Skarphéðni til að
beygja sig fyrir vilja Njáls?
Allir, Njáll og synir hans og Flosi og hans menn, eru á einu
máli að sú leið sem Njáll velur, að ganga inn í bæinn með allt
sitt fólk, er einmitt til tortímingar. Flosi fer að heiman bein-
línis í því skyni að brenna þá inni og þeir beygja sig fyrir þess-
um örlögum eins og veraldlegur dómur hefði fallið í málinu.
Tveir Njálssona sem af bæ eru fara heim til að taka út sinn
dóm þegar þeir frétta um liðssafnaðinn. .. Skulu vit Grímr
vera þar, sem Skarpheðinn er,“ segir Helgi Njálsson. Það er
vitaskuld að allir eru í sama báti. Allir vita hvað í vændum er.
Ætíð er vísað til útgáfu Einars Ól. Sveinssonar af Brennu-Njáls sögu.