Skírnir - 01.01.1977, Page 68
66
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
þeirra ekki við gert. Gunnar skammast og Njáll nöldrar. Þeir
sættast á manngjöldin og reiða þau a£ höndum, alltaf sama
sjóðinn sem smáhækkar, og verður þetta að skoplegu sjónar-
spili við endurtekninguna þar sem samkomulag þeirra er utan
við alla framvindu mála. Og þegar upp er staðið er bók-
haldið í núlli! Þegar Hallgerður hafði látið Kol verkstjóra
sinn vega Svart þræl Bergþóru og Njáll kom lieim af þingi
með manngjöldin, sagði Bergþóra: „Vel er þessu í hóf stillt,
en jafnmikit fé skal koma fyrir Kol, er stundir líða.“ Nú
næst segir frá því að Atli akurgerðarmaður, skapharður maður
að eigin sögn, biður vistar á Bergþórshvoli og hittir Bergþóru.
Hún segir sig konu Njáls „ok ræð ek ekki síðr hjón en hann“.
Þessum manni ætlar hún að vega Kol og semur raunar við hann
fyrirfram að hún muni senda hann til mannráða. Ekki líst Njáli
meir en svo á nýja húskarlinn, ærið muni hann stórvirkur en
hvort hann verði eins góðvirkur veit Njáll ekki. Atli gerir svo
sem fyrir hann er lagt og vegur Kol. Röðin hlýtur að koma að
honum og Njáll vill að hann fari af heimilinu svo Hallgerður
skapi honum ekki aldur. Atla er mest í mun að verða bættur
sem frjáls maður. Njáll heitir því og segir: „en Bergþóra mun
þér því heita, sem hon mun efna, at fyrir þik munu koma mann-
hefndir."
Nú á Hallgerður næsta leik. Hún sendir eftir Brynjólfi róstu
frænda sínum vestur til Bjamarfjarðar og ræður hann til verk-
stjórnar án þess að tala um það við Gunnar. Það hafði hún
líka gert í hjúskap sínum með Glúmi. Hallgerður eins og Berg-
þóra er einfær um að ráða hjú. Enginn híbýlabætir er hann að
dómi Gunnars. Og Brynjólfur vegur Atla. Sjóðurinn þeirra
Njáls og Gunnars skiptir um hendur og er orðinn jafnvirði
frjáls manns. Bergþóra segir við Njál þegar hún sér féð eftir
Atla: „Efnt þykkisk þú hafa heitin þín, en nú eru eptir mín
heit.“ Hann segir það enga nauðsyn, en hún minnir hann á
að honum sé fullkunnugt um framhaldið.
Þá er komið að Þórði leysingjasyni. Hann er heimilismað-
ur á Bergþórshvoli og hefur fóstrað alla sonu þeirra Njáls.
Hann á sér konu á Bergþórshvoli og barn í vonum. Þennan