Skírnir - 01.01.1977, Page 69
SKÍRNIR MENNINGARSÖGULEG DÆMI 67
mann sendir Bergþóra til að drepa Brynjólf frænda Hallgerðar
og auðvitað þar með beint út í dauðann. Þannig launar hún
fóstrið sona sinna. Þórður gerir sem honum er sagt. Þá segir sagan
að Njáll hafi látið segja sér þrem sinnum þegar honum voru flutt
tíðindin á alþing af „vígamanninum" Þórði leysingjasyni. Og
Skarphéðinn mælti: „Sjá maðr liefir þó helzt hraðfeigr verit, er
látizk hefir fyrir fóstra várum, er aldri hefir sét mannsblóð...“
Njáll spáir því að brátt muni koma til kasta Skarphéðins í mann-
vígum þessum. Um vígið segir Gunnar „at þat var lítill mann-
skaði, en þó var hann frjáls maðr.“ Og fékk hann greiddan sjóð-
inn frá síðustu sáttum þeirra Njáls. Hallgerður unir þessum
málalokum illa og hótar Gunnari að hún skuli hefna Brynjólfs
frænda síns. Gunnari þykir vissara að senda mann til Njáls
að Þórður verði var um sig því Hallgerður muni rjúfa sættina.
Nú rekur á fjörur Hallgerðar frænda Gunnars, Sigmund. Það
er margt gott um liann en hann er líka sagður hávaðasamur og
spottsamur og skáld gott. Þennan mann og félaga hans fær Hall-
gerður til að vega Þórð og að auk fær hún Þráin Sigfússon sem
nokkurs konar ábyrgðarmann án þess liann taki þátt í víginu.
Skarphéðni verður mikið um þegar liann heyrir um víg fóstra
síns og sætt þeirra Gunnars og Njáls en hann rýfur hana ekki.
Deilur þeirra kvennanna taka nýja stefnu þegar Hallgerður
fær Sigmund til að yrkja níð um Njál og sonu hans, karl hinn
skegglausa og taðskegglinga. Þá geisar Bergþóra að þeir synir
hennar muni engiar skammar reka ef þeir reki eigi þessa réttar.
„Kemst þó seint fari, húsfreyja, segir Njáll, ok fer svo um mörg
mál, þó at menn hafi skapraun af, at jafnan orkar tvímælis þó
at hefnt sé.“ Þetta er náttúrlega sem hvert annað spakvitrings-
raus sem Bergþóra ansar engu og Njáli er engin alvara með eins
og sést af framhaldinu. Níði varð ekki svarað nema á einn veg.
Um kvöldið þegar þeir Njálssynir fara til hefnda og Njáll
spyr Bergþóru liver hafi tekið ofan skjölduna, svarar hún: „Synir
þínir gengu út með.“ (Auðkennt af NÓ). Þegar Njáll hefur
grennslast um málið og kemur inn aftur, segir hann við Berg-
þóru: „Úti váru synir þínir (auðkennt af NÓ) með vápnum
allir, og munt þú nú hafa eggjat þá til n<jkkurs.“ Og Bergþóra
svarar: „Allvel skal ek þakka þeim, ef þeir segja mér víg Sig-