Skírnir - 01.01.1977, Page 72
70
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
Ekki verður minnst á hjónaskilnaði í Njálu án þess að geta
um þátt Hallgerðar Höskuldsdóttur. Hún giftist þrisvar og átti
þátt í dauða tveggja eiginmanna sinna. Við fyrsta hjónaband
getur hún með sanni sagt við föður sinn: „Nú em ek at raun
komin um þat, er mik hefir lengi grunat, at þú mundir eigi unna
mér svá mikit sem þú sagðir jafnan, er þér þótti eigi þess vert,
at við mik væri um talat þetta mál; enda þykki mér ráð þetta
ekki svá mikils háttar sem þér hétuð mér; — ok fannsk þat á
gllu, at hún þóttisk vargefin." Þetta síðasta kemur við metnað
hennar og er óskiljanlegt af hendi föður hennar sem á að heita
höfðingi. í festaþætti Grágásar er gert ráð fyrir jafnræði hjóna-
efna. Hún hefnir sín, hefur allt í sukki segir sagan og búskarpt
verður er vorar. Þau hjón deila út af þessu og laust hann hana
í andlitið svo að blæddi. Þjóstólfur fóstri hennar drepur Þor-
vald bónda hennar með samþykki hennar. Hún fer á Höskulds-
staði til föður síns en áður gefur hún heimamönnum sínum
gjafir að skilnaði „en þeir hQrmuðu hana allir“. Voru goldin
tvö hundruð silfurs fyrir vfg Þorvalds, „þat þóttu þá góð mann-
gÍQld.“ Fé Hallgerðar gekk fram og gerðist mikið segir sagan.
Má gera því skóna að hún hafi haft einhverjar málsbætur. Kinn-
hesturinn var mikil svívirðing þó ekkert verði ráðið af þjóð-
veldislögunum þar um. Hin fornu lög írlands leiða okkur í allan
sannleika. Það var mikil svívirðing konu sem karli að fá högg
í andlitið og meiri viðurlög við því en ef högg lenti á líkam-
anum þar sem hann var hulinn. Hallgerður á sama rétt og Unn-
ur Marðardóttir um skilnað, en að viðbættri heimanfylgju var
eiginmaðurinn i þessu tilfelli skyldugur að greiða fullar bætur
fyrir svívirðinguna, hversu létt sem höggið var en þyngdist ef
blóð flaut.15 Og kinnhestur eins og Gunnar laust konu sína,
í ásýnd fjölda manns, var þó enn mest svívirðing samkvæmt
lögum. Andartaki fyrr hafði hann kallað sig þjófsnaut og var
hún þá þjófur, án þess hann hefði hugmynd um hvaðan matur
sá var sem á borð var kominn! Njáluhöfundur fasr lesandann til
að trúa hverju sem er nema því að Hallgerður hin stórláta
kona hafi verið þjófur. Þjófurinn var ærulaus. Að hún réði
þeim banaráð þessum litlu köllum sem hún var gift, það er
allt annar handleggur og hver og einn getur sett sig í þau spor.