Skírnir - 01.01.1977, Page 79
SKÍRNIR
I’EGAR AFI A KNERRI BRAST
77
Má hér strax sjá að Gunnar hefur orðið fyrir vonbrigðum
vegna lítils fjárhagsstuðnings frá afa sínum við skólagöngu sína.
Gunnar var síðan á lýðháskólanum í Askov veturna 1907—09.
Elsta prentaða verk hans á dönsku, sem fundist hefur við samn-
ingu þessarar greinar, var einmitt tengt Askov, hyllingarkvæði
til skólans, „„Askov Lterlinge“s Elevm0de 20,—21. Juni 1908“,
og gefið út sérstaklega við það tækifæri.
Þegar á Askov-árunum tók Gunnar að flytja fyrirlestra í jósk-
um sveitaþorpum. Sumarið 1909 komst hann í kynni við jósku
skáldin Jeppe Aakjær og Johan Skjoldborg. Kynntist hann þeim
báðum með sama hætti. Þegar 13. apríl 1909 skrifaði hann
Aakjær frá Askov og kvaðst hafa verið ráðinn af ritstjóra Skírnis
til að skrifa í tímaritið um danskar samtímabókmenntir og
beiddist nú leyfis að mega þýða úr verkum Aakjærs til að láta
fylgja grein sinni.3 Aftur skrifar hann Aakjær 12. maí og er þá
kominn að Adsersb0l í Lindknud-sókn þar sem hann telur sér
síðan lieimilisfang um sumarið. Þakkar hann Aakjær jákvæðar
undirtektir við fyrra bréf en kvartar undan annríki við ferðalög
og fyrirlestra. Þetta sumar vinnur Gunnar að fyrstu skáldsögu
sinni á dönsku og skrifar Ernst Bojesen forstjóra Gyldendals
bréf 8. júlí, þar sem hann býður honum söguna til útgáfu og
kveðst þá munu hafa lokið við hana eftir einn eða tvo mánuði.4
Einnig skrifaði hann Johan Skjoldborg 8. júlí, og er erindið hið
sama og við Aakjær.5 Skjoldborg hefur sýnilega tekið hinum
óþekkta íslendingi enn betur en Aakjær og boðið Gunnari heim,
og 21. júlí skrifar hann Skjoldborg aftur frá Adsersb0l:
/. ../ sender Dem min Roman, med B0n om at gennemlæse den og sige
mig Deres Mening, som jeg ikke beh0ver at forsikkre Dem om hvor stor
Pris jeg sætter paa. Jeg har nemlig i Dag modtaget den fra Ernst Bojsen
med fplgende Besked: — ja, jeg sender Dem Brevet, som jeg saa beder Dem
stæmme sammen med Romanen —. /-------/
Det blev fortalt mig efter at jeg havde sendt mit Manuskript til Ernst
Bojsen at jeg istedetfor skúlde have lienvendt mig til Peter Nansen. Min
fprste Tanke var derfor at rejse sporenstregs til Kobenhavn og opspge Peter
Nansen og snakke med ham. Men da jeg alligevel skal til Kbh. sidst i Úgen,
saa opsatte jeg det og vilde i hvert I'ald f0rst h0re Deres Dom. Maaske
nýtter det heller slet ikke at jeg opspger P Nansen nú da Bojsen har sendt
mig Afslag? Tror De? — Det blev mig fortalt af én at det var det samme. Men