Skírnir - 01.01.1977, Síða 82
80 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
Novbr. 09“. Líklega liefur þóknunin fyrir þetta kvæði verið
fyrstu ritlaun Gunnars í Danmörku, a. m. k. ef hér má líta á
Kirkjuna á fjallinu sem heimild.9 Hins vegar hefur við samningu
þessarar greinar ekki fundist neitt eftir Gunnar í Jysk Morgen-
blad,10 og sennilega hafa umrædd kvæði ekki komið þar. Síðar
í þessu sama bréfi biður Gunnar Skjoldborg enn að lesa yfir
skáldsögu sína Trond 0rnen, sem hann hyggst nú fá gefna út í
Árósum og helst fyrir jól. Næst skrifar Gunnar Skjoldborg 27.
des. 1909 og er þá kominn í St. Blichersgade 1. Hann þakkar
Skjoldborg heimboð og kveðst munu reyna að þiggja það áður
en langt líði á næsta ár, segir síðan: „Har det temmelig ensomt
her, men læser meget og skriver en Del.“ Ekki gengur honum
of vel að fá kvæði sín á prent og segir: „Rimeligvis vil „Illustr.
Tid,e kassere Digtene, som „Tilsk.““
Þrátt fyrir veraldlegt umkomuleysi kynntist Gunnar í Árósum
ýmsu góðu fólki, er var honum innan handar. Má þar nefna
Sveinbjörn Sveinbjörnsson kennara, skáldið Olaf Hansen, sem
var dönskukennari við Katedralskólann í Árósum, Kristian
Knudsen, sem var starfsmaður Ritzaus Bureau í Árósum en gaf
jafnframt út Bryrup Avis, er síðar birti fáein kvæði Gunnars.
Málarinn Ernst Hansen var þennan vetur við nám í Árósum
og reyndist hann Gunnari vel, einnig eftir að hann var veturinn
eftir kominn til Kaupmannahafnar. Má sjá að Hansen hefur þá
við og við lánað Gunnari nokkra peninga.11 Mikilvæg reyndust
Gunnari kynnin við ungan fiðluleikara, Marius Thor. Það var
fyrir kunningsskap við fjölskyldu hans, sem rak tískuverslun í
Árósum, að Gunnar gekk í góðtemplararegluna. Þar með opn-
uðust honum dyrnar hjá dagblaði bindindismanna í Árósum,
Afholdsdagbladet Reform, sem Larsen-Ledet ritstýrði.
Mesta verk Gunnars frá Árósavetrinum er leikritið Dr. Ran-
dolf.12 Um tilurð þess farast Gunnari svo orð:
Det blev til paa tre Dpgn. Modehandlerindens S0n hjalp mig med at
renskrive Arkene, efterhaanden som de fl0j fra Blokken. /.../ Og bagefter
gik vi til Aage Garde med det, han var Direkt0r for Aarhus Teater. Det blev
ikke antaget, men Direkt0ren opmuntrede mig med mange Fribilletter; selv
om jeg ikke havde noget Sted at bo, havde jeg altid en Fribillet.vs