Skírnir - 01.01.1977, Page 85
SKÍRNIR
ÞEGAR AFI Á KNERRI BRAST
83
veldis hefur Gunnar einstaka sinnum látið eftir sér smávægis
lystisemdir eins og jarðarber eða súkkulaði með kökum, jafnvel
„The og Toddy“ og „Cigarer" er hann hittir heimsmann eins
og Jónas skáld Guðlaugsson. Þegar hann fær ritlaun, kr. 19.11,
frá Hjemmet 22. okt. fyrir sögu, sem þar birtist á næsta ári,
greiðir hann sama dag inntökugjald og árgjald í Dansk For-
fatterforening.
Marga daga verða matarkaupin ekki önnur en kex og ostur,
og þó nokkrum sinnum stendur kassinn á núlli og hann sveltur.
Hann veðsetur mandólinið og slagkápuna „Gine“ eða selur
bækur, en kaupir líka bækur þegar aurar eru i vasanum.
Kunningjar eru slegnir um smálán og Gunnar freistar þess
sýnilega að lifa eftir lífsreglu „Feðganna“ um að gjalda hverjum
sitt. Stundum er hann þess jafnvel umkominn að lána öðrum
fáeinar krónur. Einna átakanlegust verða skipti hans við Jónas
Guðlaugsson. Mánudaginn 14. nóv. hefur hann fengið 30 krón-
ur að láni hjá Ríkarði Jónssyni og lánar Jónasi samdægurs 25
krónur. Strax 17. nóv. endurgreiðir Gunnar Rikarði 20 krónur,
en þegar minnisbókinni lýkur 11. des. hefur hann í fjórum af-
borgunum fengið kr. 9.33 til baka frá Jónasi og þó lánað honum
aftur tvær krónur 2. desember.
V
Þótt minnisbókin beri það með sér að Gunnar hafi oft lifað
við þröngan kost 1910 mun honum samt hafa orðið árið 1911
enn þyngra í skauti fjárhagslega, en um það eru ekki varðveittar
jafnnákvæmar heimildir.
Á árinu 1911 virðist honum hafa gengið örðugar að selja verk
sín í blöð og tímarit. Þannig birtust eftir hann frá miðjum júní
til ársloka 1910 fjórar smásögur, fjórar króníkur og greinar og
fimm kvæði, en á öllu árinu 1911 hafa við samningu þessarar
greinar fundist eftir hann í blöðum og tímaritum þrjár smá-
sögur, þrjár greinar og tíu kvæði. Hafa ber þó hugfast varðandi
bæði árin að enn kunna að koma í leitirnar fleiri verk eftir
Gunnar í blöðum og tímaritum.20
í ársbyrjun 1911 fór Gunnar í fyrirlestrarferð á vegum bind-
indisfélaga í Fjends- og Ginding-héruðum á Jótlandi norður við