Skírnir - 01.01.1977, Síða 87
SKÍRNIR
ÞEGAR AFI Á KNERRI BRÁST
85
Eg skulda þrjú þúsund í landssjóði og þarf að borga árlega 180 kronur
hvernig sem gengur. I vetur 8 desinber dó Magnús sonur minn og Jórun
stendur ein eftir eigu laus með þrjú börn og henni þirfti eg að hjálpa ef
hægt hefði verið,
Pabbi þinn kom hér í fyrra haust að f[á] hjálp hjá mér því það átti að
vísa honum í burtu af jörðinni Eg átti dálítið inni í bui Margretar systir
minnar og vísaði honurn á það eg vona hann hafi fengið það eða fái
Vertu svo góðum Guði á hendur falin og líði þér aefinlega sem bezt fær
biðið þinn Afi
Þórarinn Halfdánarson
frændfólk þitt og Amma biður að heilsa þér þú þarft að hafa sem mest
upp úr sumrinu26
Rúmu ári síðar lýsti Gunnar þessari lánbeiðni sinni og við-
brögðum sínum við synjun afa síns þannig í bréfi, dags. 23.
júní 1912, til Soffíu Emilíu systur sinnar:
Afi kallinn fór heldur ílla með mig í fyrra. Hann hafði boðið mér að
leita til sín, ef mér lægi mikið á. Ég hafði aldrei gjört það, og hafði mér
þó opt liðið illa. Kall sendi mér að óbeðnu nokkrum sinnum dálitla pen-
inga. I fyrra vor bað ég hann í vandræðum mínum um að lána mér 70 Kr.
á mánuði í eitt ár. Hann kvaðst ekki géta það — en sagðist skyldi senda
mér eitthvað með haustinu. Ég skrifaði um hönd — bað hann að senda það
sem hann ætlaði mér straks, því mér bráðlægi á (ég var kominn út í op-
inn dauðann), en fékk ekkert svar — og hef enn hvorki fengið svar né pen-
inga. — Ég er í dálitlum skuldum. Og á víst eptir að þola sitt af hverju
enn þá — fyrst um sinn. En ég vona, að sá tími komi, áður langt líður, að
mér fari að líða bærilega.
I fjárhagslegum þrengingum sumarsins 1911 dró Gunnar það
nokkuð að Jóhann Sigurjónsson réð hann fyrir „krónu á dag,
morgunverð og kaffi“, til að hjálpa sér að snúa Fjalla-Eyvindi
á íslensku27 Hann var þó eftir sem áður í afskaplegum krögg-
um og virðist hafa hert á afa sínum með símskeyti, en án ár-
angurs. Hinn 17. júlí 1911 skrifar hann Skjoldborg:
Dú maa ikke blive vred paa mig, fordi jeg henvender mig til Dig om
en Tjeneste. Den bestaar i, at Dú sender P. Lauritsen (Skrædderen) nogle
Ord, eller giver mig dem med til ham, saadan at jeg kan k0be mig et Sæt
T0j úden Údbetaling. Jeg skal nok komme til at klare Betalingen selv, bare
jeg faar Tid. Jeg har været med til oversætte [sic] et Skúespil til Islandsk.