Skírnir - 01.01.1977, Page 91
SKÍRNIR
ÞEGAR AFI Á KNERRI BRÁST
89
200 Sider, og er I0iste Del i en Romanserie om Borgslægten. Dú kan forstaa,
at min Glæde ingen Grænser kender. Det er den st0rste Sejr og den st0rste
Glæde, jeg hidtil har kendt. Kampen har ogsaa været haard i den sidste
Tid. Men jeg har dog, nú i det sidste Halvaar arbejdet som aldrig f0r. Jeg er
sikker paa, at dette vil glæde Dig og din Hústrú at h0re, derfor skýnder
jeg mig med at skrive. —
VI
Sé sú saga, sem hér liefur verið rakin, borin saman við Kirkj-
una á fjallinu má fá ofurlitla vísbendingu um nokkur atriði í
vinnubrögðum Gunnars Gunnarssonar er hann samdi skáldsögu
sína.
í megindráttum fylgir hann ævi sjálfs sín en hnikar til tíma-
röð, dregur úr sumum þáttum og eykur við aðra eftir því sem
honum lientar í byggingu verksins og sköpun sögupersóna.
Dæmi um slíka hnikun tímatals mun það t. a. m. vera er
hann lætur Ugga strax fyrsta haustið í Kaupmannahöfn þjást
af taugaóstyrk í samkvæmi Peter Voldgaards (alias Johan Skjold-
borgs) vegna misheppnaðrar myndasýningar hjá Chresten Eng-
bæk (alias Jeppe Aakjær) áður fyrr.30 Eins og rakið hefur verið
bauð Gunnar Jeppe Aakjær upp á myndasýningu í jan. 191L
Önnur hnikun tímatalsins snertir bréf Ugga til afa á Knerri.
í sögunni sendir Uggi það að sumarlagi að loknum þýðingar-
störfum með Stefáni Einarsveinssyni (alias Jóhanni Sigurjóns-
syni). Svarbréf Þórarins á Bakka til Gunnars er hins vegar dags.
þegar 11. apríl 1911. Líka má sjá að fjárhagsörðugleikar Gunn-
ars að fenginni synjun hafa verið erfiðari og langærri en Ugga
Greipssonar. Með því að seinka komu synjunarbréfsins verður
örvæntingartími allsleysisins styttri hjá Ugga, enda bregst hann
skjótt við synjuninni, útvegar sér betri föt og selur í krafti þeirra
sögur og kvæði. Þetta atriði styrkir þau orð Gunnars31 að erfið-
leikar og áföll í lífinu, svo sem móðurmissirinn, hefðu verið
sér mun sárari og örðugri en lýst væri í sögu Ugga Greipssonar.
Útvegun Ugga á grænu fötunum er með töluvert öðrum hætti
þegar Jósef Matthíasson (alias Jakob Jóhannesson Smári) gengur
í ábyrgð hjá skraddaranum en þegar Johan Skjoldborg lagði
inn gott orð fyrir Gunnar.32
Eitthvert gleggsta samanburðardæmið um vinnubrögð Gunn-