Skírnir - 01.01.1977, Page 92
90 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
ars eru þó bréfin frá Ketilbirni á Knerri og Þórarni á Bakka.
Þótt efniskjarni bréfanna, synjunin við lánbeiðni skáldanna,
sé hinn sami eru þetta ákaflega ólík bréf.
Gunnar hefur ort mikið inn í bréf afa síns, enda er bréf Ketil-
bjarnar meira en helmingi lengra en bréf Þórarins. Þetta hefur
það í för með sér að stíllinn á bréfi Ketilbjarnar verður mun
mærðarfyllri og orðfleiri en á bréfi Þórarins. Stíllega er þó sú
líking með bréfunum að orðræða þeirra beggja rennur fram
í óslitnum flaumi. Takmörkuð notkun greinarmerkja eykur á
þann svip í bréfi Þórarins og virðist Gunnar líkja eftir því stíl-
atriði þannig að skilja setningar lítt sundur með punktum.
Efnislega gengur Þórarinn á Bakka vafningalaust og stuttort
til verks og lýsir strax í upphafi bréfs getuleysi sínu til svo mik-
illa fjárútláta, sem Gunnar hafði farið fram á. Ketilbjörn hefur
sitt bréf á skrúðmiklu tali um flug og galdrakúnstir. Það vísar
til jólabréfs Ugga og gefur samskiptum þeirra blæ tiltekins
menningarsögulegs tíma, en flug var einmitt mjög til umræðu
í blöðum og tímaritum á fyrstu árurn Gunnars í Kaupmanna-
höfn. Segja má líka að áhugi á slíku efni samræmist vel heims-
manninum Ketilbirni á Knerri, sem umgengist hafði Fransmenn
og Flandrara, þó að hann sé jafnframt tortrygginn á nýjungar
vélmenningar og telji gufuskip flæma burtu fisk af miðum.
Síðan kemur synjun Ketilbjarnar og líkist hún neitun Þórarins
ofurlítið um orðalag.
Þá liefst í bréfinu langur barlómskafli þar sem Ketilbjörn
sífrar orðmargur um óáran til lands og sjávar, svo vel í mönnum
sem skepnum. Þetta á sér ekki liliðstæðu í bréfi Þórarins á
Bakka. Hann getur elli sinnar örfáum orðum, að liann og kona
hans, móðurforeldrar Gunnars, séu hjálparþurfi þótt ekki sé
það peningalega. í lok bréfsins skýrir Þórarinn síðan frá beinum
ástæðum getuleysis síns til að hjálpa Gunnari. Hann er sjálfur
skuldugur og álítur sig þurfa að hjálpa tengdadóttur sinni,
ungri ekkju með þrjú börn. Þar að auki telur liann sig hafa
verið föður Gunnars innan liandar fjárhagslega. í bréfi Ketil-
bjarnar á Knerri koma ekki fram neinar slíkar ástæður til að
synja Ugga um hjálp, heldur virðist eina orsökin aðsjálni og
bölmóður gamla mannsins.