Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 94
92
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
í heild sinni styrkir þessi litla athugun á því, þegar afi á
Knerri brást dóttursyni sínum, réttmæti þeirrar skilgreiningar
Gunnars Gunnarssonar á skáldsögunni Kirkjunni á fjallinu að
hún sé „leikur hugans að staðreyndum“.34
i Gunnar Gunnarsson. Hugleik den Haardtsejlende. Kbh. 1928. 247,—251.
bls. I þessari grein verður vitnað til frumútgáfu Kirkjunnar á fjallinu
í hinni dönsku gerð Gunnars.
- Þau bréf Gunnars Gunnarssonar til Soffíu Emilíu Gunnarsdóttur, sem
til er vitnað í þessari grein, eru varðveitt í bréfasafni hans og lánuð
greinarhöfundi til afnota af Gunnari skáldi sjálfum.
3 Öll bréf Gunnars Gunnarssonar til Jeppe Aakjærs, sem til er vitnað í
þessari grein, eru varðveitt í Det kongelige Bibliotek, Ny kgl. saml.
4725, 4to.
4 Þetta bréf Gunnars Gunnarssonar til Ernst Bojesens er varðveitt í
Det kongelige Bibliotek, Gyldendals arkiv, B 4 b.
5 Öll bréf Gunnars Gunnarssonar til Johan Skjoldborgs, sem til er vitnað
í þessari grein, eru varðveitt í Det kongelige Bibliotek, Utilg. 238. Auk
þeirra eru tvö bréf frá Gunnari til Skjoldborgs í Ny kgl. saml. 4523, 4to.
e Þetta þriðja Ijóðasafn Gunnars á íslensku kom aldrei út en hann virðist
hafa gert ráð fyrir útkomu þess sumarið 1909. Þannig skrifaði hann
Ernst Bojesen 8. júlí 1909 um fyrri ritstörf sín: „Min fprste Bog — en
Samling Digte — údkom da jeg var 16 Aar gammel; senere er der úd-
kommet to andre Digtsamlinger, — den sidste af dem, som er den
stprste og med hvilken mit Portræt skal fplge, er únder Trýkken eller
maaske lig [sicj údkommen."
I Þessu til skýringar má taka fram eftirfarandi: í bréfi til systur sinnar,
Soffíu Emilíu, skrifuðu á Ljótsstöðum 3. maí 1907, telur Gunnar fyrst
hið helsta, sem hann hafi samið af skáldskapartagi, segir síðan: „Annað
hef eg ekki ritað, nema nokkrar þjóðsögur, er koma í safni er Oddur
Björnsson ætlar að gefa út /.../“
Oddur Björnsson gaf út Þjóðtrú og þjóðsagnir, I. bindi, á Akureyri
1908. Ekki á Gunnar neitt þar. Framhald varð ei á þessari útgáfu Odds
en safn hans var síðan gefið út í Grimu I—X, Akureyri 1929—34, og
sáu þeir Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson um útgáfuna. Ekki á
Gunnar heldur neitt i þeim bindum Grímu en í lok X. bindis kveðast
útgefendurnir hafa „/.. ./ lokið við að gefa út allt hið merkasta úr
þjóðsagnahandritum þeim, sem Oddur Björnsson hefur safnað saman."
Gríma hélt síðan áfram að koma út sem „Tímarit fyrir íslenzk þjóð-
leg fræði" og í XVI. bindi, Akureyri 1941, 75.-76. bls., birtist „Haf-
maðurinn í Álftafirði". „Handrit Gunnar Gunnarsson frá Ljótsstöðum
í Vopnafirði 1907. Eftir gömlum inunnmælura", og síðan í XXIV. bindi,
Akureyri 1949, 78.-79. bls., birtist „Skrímslið á Þernunesi". „Handrit