Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 96
94
SVEINN SK.ORRI HOSKULDSSON
SKIRNIR
livort verið búinn að gleyma sögunni „Da jeg k0bte Gulduret" í Af-
holdsdagbladet Reform eða ekki talið hana verðskulda sæti meðal skáld-
skapar.
Þess er að geta að Axel Garde var aldrei skráður ritstjóri eða útgef-
andi Maaneds Magasinets heldur Frederik Hegel einn þegar það tók að
koma út 1908. Axel Garde átti hins vegar efni þegar í fyrsta heftinu og
má hafa haft einhver áhrif á ritstjórnina því að hann réðst 1916 að
Gyldendal sem samverkamaður Hegels.
f viðtali við Folkebladet for Randers og omegn 24. des. 1968 segir
Gunnar Gunnarsson: „I vinteren 1909—10 skrev jeg et skuespil og en hel
del noveller. Skuespillet havde jeg regnet med, at Arhus Teater skulle
opfpre, men det gik heller ikke. Derimod fik jeg solgt en novelle til
teaterdirektprens broder; han udgav et mánedsmagasin“
Axel Garde var tvíburabróðir Aage Gardes, er varð leikhússtjóri við
Aarhus Teater 1913 en lék þar þegar 1909—10, sbr. orð Gunnars um
„Teaterdirektpren i to Eksemplarer" í Den uerfarne Rejsende, 268. bls.
í tímaritinu Dansk Aand sem Axel Garde gaf út 1912 á Gunnar ekk-
ert efni.
19 Við samningu þessarar greinar hafa eftirtalin ritverk eftir Gunnar
Gunnarsson fundist í dönskum blöðum og tímaritum til ársloka 1910 auk
þess, sem birtist í Afholdsbladet Reform og „Præsten", sem áður er
getið: Smásagan „Blodhævn“ í Hjemmets Noveller 1. sept., kvæðið
„Guldfugl i Paradis" eftir Oscar Stjerne í þýðingu Gunnars í lllustreret
Familie-Journal 15. sept., kvæðið „Jon Blund“ eftir Oscar Stjerne í
þýðingu Gunnars í lllustreret Familie-Journal 20. okt., prósaskissan
„Efteraar" í Kfibenhavn 26. okt. (endurprentuð í Afholdsdagbladet Re-
fortn 1. nóv.), kvæðið „Roserne" eftir Bernhard Risberg í þýðingu
Gunnars í Hjemmet 30. okt., kvæðið „Skulde jeg sove nu--------“ eftir
Oscar Stjerne í þýðingu Gunnars í Illustrcret Familie-Journal 3. nóv.,
smásagan „Spordur" í Martins Magasin — Hjemmets Noveller 15. nóv.,
stutt grein „En Idé“ í Politiken 28. nóv. og kvæðið „Paa Islands Brygge"
í Illustreret Familie-Journal 1. des. (endurprentað nokkuð breytt undir
heitinu „Ved Islandsskibet" í Digte, Kbh. 1911, 43.-44. bls.).
20 Eftirtalin verk eftir Gunnar birtust á prenti 1911 í þessari tímaröð:
smásagan „Stenvidnet" í Hjemmet 15. jan., smásagan „Forsoning" í
Hjemmet 26. mars, kvæðið „Gaverne" í Afholdsdagbladet Reform 17.
maí, greinin „Reykjavík" í Hjemmet 28. maí, greinin „Islandsk Billed-
huggerkunst" (um Einar Jónsson) í Hjemmet 25. júní, , Sonnet" í Illu-
streret Tidende 3. sept., Sonnet 1 Illustreret Tidende 1. okt., „Sonnet" i
Illustreret Tidende 15. okt., greinin „Ung islandsk Digtekunst" (um
Jón Trausta, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson) í Hjemmet
15. okt., smásagan „Spvnrytteren" kom með tímaritinu De tusind Hjem
og er bundin aftan við það svo sem hafi hún verið „Tillæg". (í bréfi
til Johan Skjoldborgs 16. sept. 1911 kveðst Gunnar senda honum sög-