Skírnir - 01.01.1977, Side 98
96 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
Gunnar ra. a. um Askov-dvöl sína: „Et af mine gode Minder fra Askov
er Fru Appels Omhu for mig, da jeg i lang Tid laa med daarlige 0jne
og hun hver Dag et Par Gange daglig trods al sin Travlhed egen-
hændig skiftede Bind paa mit daarlige 0je.“ Bréfið er varðveitt í Det
hongelige Bibliotek, Ny kgl. saml. 4487, 4to.
í Afholdsdagbladet Reform stendur þessi smáfrétt á forsíðu 8. mars
1911:
„Forf. Gunnar Gunnarsson
— vor kendte Medarbejder og Meningsfælle — er bleven angreben af
en 0jensygdom, der har npdvendiggjort, at han i længere Tid har
maattet holde sig borte fra al skriftelig Virksomhed. Hr. G. venter at
kunne blive fuldstændig restitueret om ca. 14 dage."
25 Ekki hefur við samningu þessarar greinar tekist að hafa upp á bréfum
Gunnars til afa síns. Sjálfur vissi hann ekki til að þau væru varðveitt
og Katrín Valdimarsdóttir frá Bakka, sem man er Þórarinn Hálfdanar-
son lést 1916, telur að öllum bréfum Gunnars til Þórarins hafi verið
brennt eftir andlát hans.
26 Bréfið er varðveitt í bréfasafni Gunnars Gunnarssonar og var léð grein-
arhöfundi til afnota af Gunnari skáldi sjálfum. Það mun hafa verið
skrifað fyrir Þórarin, enda var hann að sögn Katrínar Valdimarsdóttur
o. fl. mjög tekinn að tapa sjón um þessar mundir (fæddur 1830), sbr.
og bréf Gunnars til Soffíu Emilíu systur sinnar, sem áður var til vitnað.
27 Gunnar hefur lýst samskiptum þeirra Jóhanns í „Einn sit ég yfir
drykkju —Jóhann Sigurjónsson. Rit I. Rvk. 1940. xxxvi.—xxxix. bls.
28 Sjá m. a. Berlingske Tidende 27. nóv. 1936.
29 Gyldendals Arkiv, Gunnar Gunnarsson, Bedpmmelser.
30 Hugleik den Haardtsejlende, 127.—135. bls. Við þetta tækifæri er Uggi
á nýjum stígvélaskóm, sem Voldgaard hefur lánað honum 10 krónur
til að kaupa. I minnisbók Gunnars um tekjur og gjöld stendur meðal
útgjalda 15. okt. 1910 „1 Par Stpvler 9.85“ og sama dag meðal tekna
„Laant hos Joh. Skjoldborg 10.00“.
31 í viðtali við greinarhöfund 8. febr. 1975.
32 Efnisatriðið um útvegun grænu fatanna og sögu þeirra hafði Gunnar
eins og nokkur önnur í Kirkjunni á fjallinu notað áður í smásögu,
„Man maa vide at klare sig“, sem birtist í Maaneds Magasinet 6. júli
1913 (endurprentuð í Bogvennen Nr. 14, 1914). í smásögunni urðu
örlög fatanna allt önnur en í Kirkjunni á fjallinu.
33 Hugleik den Haardtsejlende, 218. bls.
34 „Fylgt úr hlaði“ í Gunnar Gunnarsson. Skip heiðrikjunnar. Kirkjan á
fjallinu I. Rvk. 1941. 458. bls. Þessi niðurstaða kemur og vel heim við
athugun Bjarna Benediktssonar á vinnubrögðum Gunnars í Kirkjunni
á fjallinu, sbr. ritgerð hans „Staðreynd og hugsmíð". Bökmenntagrein-
ar. Rvk. 1971. 98.-113. bls.