Skírnir - 01.01.1977, Page 100
98
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
(K-gerðin) stendur á Konungsbók (Gks 2845 4to). Möðruvalla-
bók er oftast talin rituð nær miðri 14. öld,4 en Konungsbók á
fyrsta fjórðungi 15. aldar.5
Möðruvallabók er mesta handrit íslendingasagna sem varð-
veist hefur. Konungsbók er ekki eins mikil um sig og hefur ekki
að geyma íslendingasögur eingöngu.6 Þegar við lítum á þessi
handrit, skoðum þau og flettum, þá kemur okkur fyrst í hug að
einungis forríkir menn hafi haft efni á því að láta gera slíkar
bækur; þær liafi verið einkaeign stórhöfðingja og lesnar upp-
hátt í híbýlum þeirra, líkt og gert var í höllum erlendra her-
toga. Við vitum líka með vissu að handrit voru skrifuð fyr-
ir höfðingja á 14. og 15. öld. Hauksbók var t. a. m. að hluta
skrifuð handa Hauki Erlendssyni lögmanni, en sumt af efni
hennar mun Haukur þó hafa skrifað sjálfur.7 Flateyjarbók
var rituð fyrir Jón Hákonarson í Víðidalstungu. Annars er
ekki oft unnt að rekja hver átt hafi handrit að íslendingasögum
eða handa hverjum þau hafi verið skrifuð fyrir öndverðu. Hvergi
í sögunum er frá því skýrt hvar þær skuli lesast eða við hvaða
tækifæri þær hafi verið lesnar, og ekki er að finna margar heim-
ildir um það annars staðar. Fræðimenn hafa reynt að leiða að
því líkur fyrir hverja þær voru upphaflega samdar. Guðbrandur
Vigfússon gat sér þess til að handrit það sem nefnt hefur verið
Vatnshyrna og nú er glatað, hafi verið ritað fyrir Jón Hákonar-
son í Víðidalstungu.8 Björn M. Ólsen var þeirrar skoðunar að
Grettis saga og Finnboga saga hefðu verið ritaðar undir handar-
jaðri Gizurar galla.9 Helgi Guðmundsson liugsar sér að höf-
undur Kjalnesinga sögu og Haukur Erlendsson „séu fulltrúar
sama tíma, sama landshluta, sömu menntunar og menningar-
umhverfis og jafnvel sama menntaseturs".10 Richard Perkins
leiðir að því líkur í óprentaðri doktorsritgerð sinni að Flóa-
manna saga sé samin fyrir Hauk og sé sennilega skrifuð í Gaul-
verjabæ.11
Fyrir rúmum tíu árum birti Lars Lönnroth grein eftir sig, þar
sem hann efast mjög um þátt leikmanna í bókagerð á íslandi
fyrir siðaskipti. Niðurstöður Lönnroths voru þær að íslending-
um mætti skipta í þrjá menningarhópa: þjóna kirkjunnar sem
hafi verið nær einir um bókagerð og bókmenntasköpun, og hafi