Skírnir - 01.01.1977, Page 102
100
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
naumast hefur verið stór. Atvinnuskrifarar hafa starfað við
biskupsstólana, í klaustrum og á stórbýlum. Líklegt er einnig,
eins og Stefán Karlsson bendir á, að leikmenn hafi skrifað bækur
fyrir sjálfa sig. Um laun atvinnuskrifara er ekkert vitað. Þjóð-
félagsstaða þeirra sem og flestra höfunda íslenskra bókmennta
á miðöldum er óljós. Gera mætti því skóna að þeir hafi flestir
staðið þrepi ofar í mannfélagsstiganum en vinnuhjú og leigu-
liðar. Fjárhagslega liljóta þeir að hafa verið háðir þeim sem
lögðu til efnið í bækurnar, sjálft skinnið. Og þeir sem það
gerðu þurftu að eiga jarðir. Einsýnt virðist því að bókagerð
hafi að meginhluta verið í höndum veraldlegra og geistlegra
auðmanna. Annað mál er, livort líta megi á skrifarana í sumum
tilfellum sem skapandi afl; þeir hafi vísvitandi breytt textunum
eftir því fyrir hverja þeir skrifuðu. Ég mun síðar víkja að
þessu efni.
Þó að haft sé fyrir satt að íslensk bókagerð á 14. og 15. öld
og fyrr hafi verið í höndum þeirra sem mestu réðu í þjóðfé-
laginu, er ekki þar með sagt, að bókmenntir hafi einungis verið
skrifaðar í þágu þeirra manna eða þeir einir notið þeirra. íslend-
ingasögur fjalla um löngu liðna atburði og forfeður a.m.k. nokk-
urra áheyrendanna, ef marka má ættartölur. En hvers vegna var
haldið áfram að festa íslendingasögur á bókfell á 14. og 15. öld?
Skírskotuðu þær til veruleika áheyrendanna á þeim tíma? Hvað
olli hylli þessara sagna? Peter Foote hefur velt fyrir sér þessari
spurningu. Hann hyggur að persónur íslendingasagna hafi birst
áheyrendum sem frjálsir og ábyrgðarfullir einstaklingar, en það
hafi áheyrendurnir sjálfir ekki verið. Þeir hafi krafist slíkra
sagna, þar sem fortíðin virtist þeim vera jafn raunveruleg og
þeirra eigin samtíð, en í reynd sé mynd fortíðarinnar fegruð,
einfölduð og dregin saman í algilda lífslýsingu einstaklingsins.
Fyrstu og ef til vill síðustu vinsældir íslendingasagna hafi byggst
á þessari blekkingu.17 — En því aðeins getum við leitt líkur að
viðtökum sagnanna hjá áheyrendum, að við höfum fyrst hugað
að samfélagi þegnanna á 14. og 15. öld og kannað hvort þjóð-
félagið hafi breyst frá þeim tíma sem sögurnar eru sagðar gerast
og til þess tíma sem þær eru samdar og þeirra er notið. Með