Skírnir - 01.01.1977, Page 105
SKÍRNIR
BANDAMANNA SAGA
103
4.
Þeir fræðimenn sem fjallað hafa um Bandamanna sögu hafa
bent á að sagan sé látin gerast á 11. öld og hún lýsi vel þjóðfélagi
þeirrar aldar; sögusviðið komi vel heim við það sem vitað er
um þá öld. Sögupersónurnar eru allar, utan Þorgeir Halldóru-
son, kunnar og flestar af þekktum ættum. Óskar Halldórsson
hyggur að höfundur Bandamanna sögu beini geiri sínum að
þeim fremur en höfðingjum 13. aldar. Hann segir: „Sagan virð-
ist fremur miðuð við þjóðfélagsaðstæður á 11. öld, þegar versl-
unin var enn að nokkru í höndum landsmanna sjálfra, svo að
unnt var að hagnast á kaupskap. Og á þeirri öld hafa goðarnir
tæplega verið neinir auðmenn. Fjárhagur þeirra hvíldi fyrst og
fremst á búskap, eins og gerðist um bændur. Þá voru hoftollar
niður lagðir, en tíundargjald komst ekki á fyrr en í aldarlokin.
Þar sem goðaveldið hvíldi ekki á neinum traustum fjárhags-
grundvelli, líkt og lénsvaldið í öðrum löndum, hlaut því að
hnigna. Þó að heimildir um 11. öld séu fáskrúðugar, gefa þær
vísbendingu um félagslegt baksvið Bandamanna sögu.“29 Óskar
vísar til rannsókna Ólafs Lárussonar sem taldi að goðar hefðu
verið hér mjög fátækir áður en tíund komst á.30 En eins og
Óskar Halldórsson tekur fram eru heimildir fáskrúðugar, mér
liggur við að segja, að við eigum nær engar heimildir aðrar en
íslendingabók um 11. öld, — og mér er nær að halda að sagn-
fræðingar hafi hér ályktað út frá lýsingu Bandamanna sögu.
Björn Þorsteinsson telur að það heyri til hreinna undantekn-
inga að íslendingur hafi auðgast svo á utanríkisverslun að hann
ætti í hafskipum.31 Samt sem áður hlýtur það að hafa þekkst.
Játun Magnúsar lagabætis við því að íslendingar ættu í haf-
skipum gæti verið ávitull um að þeir hafi staðið í siglingum.32
Og víst er, að á 14. öld eru íslensk skip í förum, þótt ekki séu
þau í eigu einstaklinga.33
5.
Bandamanna saga er unnin upp úr margþættum efnivið. Um
deilur Odds og Óspaks hafa gengið einhverjar sagnir, því að
vísað er til þeirra deilumála í Eyrbyggju.34 Af Oddi hafa einnig
varðveist tveir þættir og í öðrum þeirra fæst hann við kaup-