Skírnir - 01.01.1977, Page 108
106
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
Sé sagan skilin eins og þeir Guðni Jónsson og Anderson hafa
lagt hana út, verður að líta á hana sem dæmisögu; ætlun höf-
undarins sé að sýna hvernig speki og veraldarvit öldungsins geti
orðið ungum og fáfróðum mönnum að liði. Samkenni sögunnar
og ævintýrsins um kolbítinn sem að lokum eignast kóngsríkið og
prinsessuna sakir eigin verðleika eða vegna bragðvísi hjálpar-
manns, gætu rennt stoðum undir þennan skilning. Ef nöfnin
Óspakur, Ófeigur, Svala og Már eru talin vera tvíræð, gæti sú
skoðun stutt þá túlkun. Á móti mælir að ekkert er það í sög-
unni sem unnt er að glósa að hætti miðaldamanna. Hvergi er
sagt berum orðum að áheyrendur skuli leggja söguna út, líkt
og Marie de France gerir í forræðu Strengleika:
Custume fu as anci'ens,
Ceo tes[ti]moine Preciens,
Es livres ke jadis feseient
Assez oscurement diseient
Pur ceus ki a venir esteient
E ki aprendre les deveient,
K’ i peiissent gloser la lettre
E de lur sen le surplus mettre.n
Norræna þýðingin hljóðar svo:
Þá var siðr hygginna ok hœverskra manna í fyrnskunni at þeir maeltu
frceði sín svá sem segi með myrkum orðum ok djúpum skilningum sakir
þeira sem ókomnir váru, at þeir skylðu lýsa með ljósum umrœðum þat sem
hinir fyrru hpfðu mælt ok rannsaka af sínu viti þat sem til skýringar horfði
ok réttrar skilningar, af þeim kenningum er philosophi, fornir spekingar
hgfðu gprt.-ts
En sé Bandamanna saga skilin sem dæmisaga er ekkert tillit
tekið til þjóðfélagslegs inntaks verksins. Meginþema þess er um
meðferð fjár. Sagan segir frá því hvernig Oddur verður auð-
ugur maður og kaupir sér völd, goðorð; síðan greinir frá því
hvernig fer fyrir honum þegar hann fær öðrum manni veldi sitt
og fé í hendur. Óbein afleiðing þess er víg Vála (Vala), sem
er svo undanfari að risi sögunnar, hinum tvíþættu málaferlum,
þar sem peningar Odds riotast til að tryggja framgang mála og
um leið valdajafnvægið.