Skírnir - 01.01.1977, Page 112
110
SVERRIR TOMASSON
SKIRNIR
Sama tvöfeldnin birtist í viðræðu Ófeigs við dómendur:
Eigi svána, at þér skyldið þat dœma, at þér vissið sannast ok helzt at
lijgum? Svá myndi þér mæla ... Ófeigr lætr stundum síga sjóðinn niðr undan
kápunni, en stundum kippir hann upp.
í lok sögunnar birtist enn betur afstaða höfundarins til fjár,
þegar Hermundur á Gilsbakka mælir andlátsorðin:
Ok einn tíma, er prestr lýtr at honum, þá lætr í v^rrunum: „Tvau hundruð
í gili, tvau hundruð í gili;“ ok síðan andask hann.
í Bandamanna sögu er einfaldlega sýnt að með digrum sjóði
má slíta öll bönd. Viðhorf höfundarins til penningsins bleika eru
skýr: af honum stafar allt hið illa. Höfundurinn gat þó ekki
vegið jafnt á báðar hendur. Hafa verður í huga að hann er að
öllum líkindum í þjónustu einhvers ríks höfðingja, sennilegast
einhvers úr hópi hinna nýríku bænda.51 Þess vegna verður hann
að beita örlitlum blekkingum. Ljóst er af sögunni að engin
samúð er með þeim sem stelur, gengur á eignarréttinn. En list
höfundar felst í því að hann lætur áheyrendur halda að brodd-
inum sé einungis beint gegn fégráðugum goðum. Og svo vel
kann höfundurinn til verka að áheyrendurnir hrífast af bragð-
vísi og kænsku Ófeigs og gleyma að hann kemur öllu af stað
með lævísi sinni; um leið hverfur ádeilan á hina nýríku höfð-
ingja í skuggann.
9.
Hvenær er Bandamanna saga samin? Handritin eru eins og fyrr
segir frá 14. og 15. öld og gerðir sögunnar í þeim liafa ekki
varðveist í frumriti. Birni M. Ólsen fannst sagan tæplega skilj-
anleg nema hún hefði verið samin áður en goðavaldið leið að
fullu undir lok, því að „háðið hefði varla orðið svona napurt,
ef höfundur hefði ekki sjálfur búið undir goðavaldinu og þekt
höfðingjana af eigin reinslu“.52 Hann leiddi rök að því að báðar
gerðirnar væru runnar frá einu forriti.53 Hallvard Magerpy tel-
ur að meginatriði réttarfarslýsingar sögunnar í Möðruvallabók
komi heim við lög Grágásar. Hann bendir enn fremur á tvö
dæmi, sem hljóti að hafa verið í forriti beggja gerðanna og séu