Skírnir - 01.01.1977, Side 114
112 SVERRIR TÓMASSON SKÍRNIR
Líðr a£ vetrinn, ok er vára tekr, ferr Hermundr til Hvammsleiðar,...
Einnig er svo að skilja að hugtakið sjálfdæmi sé notað um
sætt; orðið útlagi er greinilega notað á sama hátt og í norskum
lögum. Reifing máls fer fram á sveitabæ en ekki á alþingi. í
K-gerðinni er og aðeins ein vísa, sú sem Óspakur kveður í lok
sögunnar.
Aðrar textabreytingar virðast vera smávægilegar við fyrstu
sýn, en mörg frávik K frá M skipta samt allmiklu máli, því að
þau færa söguna nær samtíma áheyrendanna. Einnig má merkja
að áttatáknanir eru aðrar og meira gert úr vestlenskum höfð-
ingjum. Prestur sá sem er við andlát Hermundar er nafngreind-
ur. Eitt besta dæmið um textabreytingar K er lýsingin á því
hvernig Oddur verður ríkur maður:
Nú kaupir hann sér skreið ok ferr útan, ok tóksk vel til, ok verðr gott til
fjár ok svá til mannheilla. Þessa iðn hefir hann nú fyrir stafni nQkkura hríð,
ok svá kemr hans ráði, at hann á einn kngrrinn ok mestan hluta áhafnar-
innar.
Auðæfum Odds er einnig jafnað til fjárhlutar kirkna:
Engi maðr hér á landi var jafnauðigr sem Oddr, heldr var hitt sagt, at
hann myndi eigi minna fé eiga en þær kirkjur, er auðgastar váru hér á landi.
Þessar textabreytingar sýna að sá sem hefur skrifað K-gerðina.
hefur einfaldlega reynt að staðfæra söguna, svo að hún félli
betur að þeim veruleik, sem áheyrendurnir þekktu. Og þó að
þessi gerð textans hafi verið stytt, hefur ekki verið hróflað við
meginkjarna ádeilunnar. Búningi Ófeigs er að vísu ekki lýst
eins nákvæmlega og í M, en það kemur þó fram, hvernig hann
hefur verið klæddur.
Þessir nýju leshættir miða að því að auka enn á raunskyn
sögunnar fyrir 14. og 15. aldar áheyrendum, því að önnur atriði
í frásögninni, svo sem sauðaþjófnaður, fé- og valdagræðgi höfð-
ingja voru þeim raunveruleg; jafnvel auðkenni sögusviðsins,
sem fyrir okkur 20. aldar lesendur eru oft örnefnin ein, hafa
haft fyrir áheyrendur á miðöldum raunverulegt ákveðið merk-
ingarmið. Og sökum þess að yfirbygging þjóðfélagsins var í