Skírnir - 01.01.1977, Side 135
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
Ólafur chaim
1
Margir lesendur Sturlungu fyrr og síðar hafa eflaust hnotið um
viðurnefni Skagfirðingsins Ólafs chaims Höskuldssonar og veft
vöngum yfir uppruna þess. Óhætt er að fulfyrða, að ekkert
fornt viðurnefni íslenzkt er jafnannarlegt og þetta. Af hinum
mikla sæg íslenzkra viðurnefna eru aðeins örfá útlend, og að
undanteknum nokkrum keltneskum viðurnefnum frá landnáms-
öld eru þau yfirleitt latnesk og auðskilin. Þannig er um Odd
oremus, sem nefndur er í Sturlungu árið 1234, er hann flýr
undan Órækju norður í Eyjafjörð til Sighvats Sturlusonar, og
ári síðar, er hann fór sendiför fyrir Sighvat.1 Á 14. öld eru
nefndir í annálum prestarnir Runólfur anima (1349) og Árni
angelus (d. 1392).2 í Noregi koma fyrir svipuð viðurnefni: Árni
cuculla prestur (1298), Gunnar anguilla prestur (1299), Þórður
caput (1311), Þorgeir cardeus, Þórir paramus.3 Svo sem sjá má,
eru þessi latnesku viðurnefni yfirleitt bundin við klerka, lær-
dóm þeirra eða iðju.
2
En hver var nú þessi Ólafur chaim? Hans er fyrst getið í ís-
lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (138. kap.).4 Er hann þá í liði
Kolbeins unga á Örlygsstöðum 21. ágúst 1238 og nefndur »Óláfr
Höskuldsson chaim«. Haustið 1242, þegar Kolbeinn elti Þórð
kakala vestur, segir, að Svarthöfði kom í Stafaholt. »Dufgus
karl gekk til dura ok fagnar vel syni sínum ok spurði, hvárt
Ritgerð þessi var lögð fram á þriðju ráðstefnu Norrænu nafnarannsókna-
nefndarinnar (NORNA) í Uppsölum 27.-28. apríl 1974, en þar var fjallað
um viðurnefni og ættarnöfn. Ritgerðin var síðan birt í ritgerðasafni ráð-
stefnunnar, Binamn och sltiktnamn (NORNA-rapporter 8), Uppsölum 1975,
og er endurprentuð hér með leyfi NORNA.