Skírnir - 01.01.1977, Síða 137
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
135
safnsins, tvívegis í íslendinga sögu, sem Sturla Þórðarson (d.
1284) mun hafa samið á efstu árum sínum,6 og fjórum sinnum
í Þórðar sögu kakala, sem samin mun hafa verið eftir 1271, en
þó sennilega fyrr en íslendinga saga Sturlu.7 Sögum Sturlungu
var steypt saman í eina heild nálægt 1300, og mun Þórður lög-
maður Narfason á Skarði á Skarðsströnd (d. 12. maí 1308) senni-
lega hafa verið þar að verki.8
Frumrit Sturlungu er glatað, en hún hefur varðveitzt í tveim-
ur gerðum á skinnbókum, sem voru að mestu heilar á fyrra
hluta 17. aldar, en nú eru leifar þeirra í Árnasafni. Aðra gerð-
ina geymir Króksfjarðarbók (AM 122a, fol.), sem talin er rituð
á síðara hluta 14. aldar, varla fyrr en 1360,9 og ekki ólíklega í
nágrenni Skarðs á Skarðsströnd.10 Er Króksfjarðarbók elzta
heimildin um viðurnefni Ólafs, þar sem hennar nýtur við á
fimm stöðum af þeim sex, þar sem Ólafs chaims er getið. Hin
gerð Sturlungu er í Reykjarfjarðarbók (AM 122b, fol.), sem
einnig er talin rituð á síðara hluta 14. aldar.11 Reykjarfjarðar-
bók er nú að mestum hluta glötuð og alls staðar þar, sem
Ólafur chaim kemur við sögu.
Eftirrit voru gerð eftir báðum skinnbókunum á 17. öld, meðan
þær voru að mestu heilar. Ástæða virðist til að athuga viður-
nefni Ólafs chaims í tveimur neðangreindum eftirritum Króks-
fjarðarbókar, þar sem ritarar þeirra höfðu nokkra hliðsjón af
Reykjarfjarðarbók eða eftirritum hennar:
AM 114, fol., elzta eftirrit Króksfjarðarbókar, ritað af Jóni
Gizurarsyni á Núpi nálægt 1630. Jón studdist nokkuð við Reykj-
arfjarðarbók, en á þeim kafla, þar sem Ólafs chaims er getið,
telur Kálund hann þó fylgja Królcsfjarðarbók »sá at sige uaf-
brudt*.12
AM 437—38, 4to, ritað á síðara hluta 17. aldar. Ritari þess
hefur farið eftir handriti séra Jóns Gizurarsonar, en þó tekið
sumt beint eftir Króksfjarðarbók eða pappírseftirritum Reykjar-
fjarðarbókar.13
Björn Jónsson á Skarðsá skrifaði Reykjarfjarðarbók upp um
1636—37, meðan hún var sem næst heil. Það handrit Bjarnar,
Skarðsárbók (Sk), er nú glatað, en öll önnur eftirrit Reykjar-
fjarðarbókar eru frá því runnin. Þau eftirrit Skarðsárbókar, sem